Stóri bróðir: FYRIRTÆKIÐ.

Veit ekki betur en auglýsendur fylgist mjög vel með áhorfendunum. Fáir stúdera og braska meira með skotspónshópa en auglýsingabraskarar.

Hér á bæ er verið að spila íslenska DVD diska keypta rándýru verði á Íslandi í viðleitni til að kenna ungri dóttur íslensku. Í hverri spilun á þessum diskum kemur þessi fáránlega -og fáránlega hátt stillta- auglýsing um GOTTI BORÐAR OST og SS pylsur séu bara fyrir Íslendinga. Stelpan mín horfir á myndirnar og kemur frá þeim syngjandi GOTTI BORÐAR OST.

Þetta er ekki meiningin með að kaupa og spila DVD. Allavega ekki af minni hálfu. Það er allt í lagi að hlusta á barnamyndahávaða, en ekki í lagi að heyra SS pylsur og GOTTA stillta svo hátt að lækka verður í tækinu.

Fyrir utan að menntunargildið er svotil næst núlli þá er DVD diskurinn einfaldlega stórgallaður með þessari lágkúrulegu auglýsingu.

Hvers vegna er ég að kaupa DVD ef verið er að troða auglýsingasorpi inn í hverja einustu spilun? Ég er kominn á þá skoðun að auglýsendur, þessi loðni afætuhópur samfélagsins, er í raun alræðiskerfi samtímans. Það er ekki hægt að gera nokkurn skapaðann hlut án þess að verið sé að troða auglýsingum ofan í kokið á manni og börnin alin upp í þessu sorpi halda kannski að þetta sé eðlilegt ástand.Hvernig vita menn á endanum hvað er fagleg umfjöllun og hvað er auglýsing? 

Í raun erum við að ræða lélegann smekk.

Svo keyrir um þverbak að maður er í raun að kaupa auglýsingarnar! DVD diskar með auglýsingum eiga ekki að kosta neitt. Þeir diskar sem maður borgar fyrir eiga að vera auglýsingafríir.

Svo virðist sem auglýsendur og aftaníossar þeirra hafi skortleyfi á hvað það sem hreyfist.


mbl.is Auglýsingamiðill sem fylgist með áhorfandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér. Það er alveg ótrúlegt hvað það virðist sjálfsagt að troða auglýsingum inn allstaðar, það er hvorki hægt að borga sig frá þeim né sniðganga þær. Svo finnst mér þetta einmitt alveg ganga yfir öll mörk þegar börnin eru kaffærð í auglýsingum, sérstaklega um hátíðirnar yfir árið. 

Ella Dís (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 09:17

2 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér. Ég er kominn með uppí kok af þessum helvítis auglýsingum og markaðshyggju. Hvert sem maður fer er einhver að reyna að sannfæra mann að kaupa vöru og þjónustu sem maður hefur ekki þörf á. Hvernig væri að sýna viðskiptavinunum þá virðingu að leyfa þeim að ákveða hvað þá vantar en ekki beita svona lágkúrulegum blekkingum.

Kveðja

Rúnar Már Þráinsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband