Eigum við ekki bara að ríkisvæða Moggann?

Hér er smá hugmynd sem ég hef gengið með í maganum í mörg ár.

Ef Morgunblaðið væri styrkt af ríkinu, svona með hliðsjón hvernig þetta afbragðs-útvarp Gufan er rekin í gegnum ríkið, þá myndi vera hægt að viðhalda því sem það var svo gott fyrir, aðsendar greinar, ítarefni, yfirgripsmiklar leiðaragreinar og efni frá stjórnmálamönnum í bland við greinar frá fagfólki og almenningi; gott menningarblað. Og það má samt selja blaðið sem dagblað.

Mogginn er í miðju skeiði breytinga. Í Íslensku þjóðlífi hefur Mogginn til langs tíma verið í ákveðnu gæðavægi við gufuna. Undanfarið hafa breytingar verið gerðar sem færa hann nær auglýsingasneplum og er ég sjálfsagt ekki sá eini sem mislíkar það. Er þó enn áskrifandi þó að stundum hugsi ég mig tvisvar við að sjá grísakótilettuauglýsingarnar yfir heilu opnurnar, eða furðulega einstrengislegar fjármála"fréttir" um ekki neitt. Ef Mogginn hverfur í nauðhyggjuniðurskurð og "hagkvæmni" breytingar fyrir auglýsinga-umgjarðir, þá verður ekkert eftir utan auglýsingamiðla. Auglýsingamiðlar eru til þess gerðir að miðla auglýsingum og eru ekki eina mögulega dagblaðaformið, þó mikill áróður hafi verið í gangi að agitera því. Það má líka athuga hvort nægi að mogginn komi út sjaldnar, en aðalatriðið er gæði á efni. Gæðin halda áskrifendunum og gera þjóðfélagið betra. 

Það sem mér hefur líkað svo vel við Moggann er að hann er með ákveðna félagslega mynd, samfélagslega sýn sem er/var í ágætum kaliber. Hann er að mörgu leyti þversneiðing af þjóðfélaginu og á sama tíma það sem mótar þversneiðinguna, eitthvað sem er ekki auðvelt að byggja upp frá grunni. Það má deila um einstaka greinar og allt það, en aðsendu greinarnar eru mjög mikilvægar í bland við faggreinar, skrifaðar af gagnrýnendum og blaðamönnum. Með ríkisvæðingu mætti færa blaðið í hærri kaliber og gera það að blaði með dýpt og auka góðu áherslurnar. Fátt er eins gott þjóðhagslega séð eins og góð menntun einmitt af því að upplýstur almenningur er sterkara lýðræði. Aðgengi fólks að góðu dagblaði með dýpt hlýtur að vera samskonar lykill að velgengni og það framyfir grísakótilettutilboðin.

Minnkum skrumið og skoðum að ríkisvæða Moggann, allavega að hluta til. 


mbl.is Almenningshlutafélagið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband