Klapp á bakið

Mest af fjármálafréttum eru hóplæg fóbía sem hefur verið troðið inn á heilbrigt fólk af bröskurum og aura-öpum. Hvort króna fer upp í dag og niður á morgun hefur bara ekkert að segja til lengri tíma litið.

Fyrir mér er þetta oft eins og ef veðurfræðingar á spítti eða einhverju slíku taki yfir stórann hluta frétta og gerir úlfalda úr mýflugu með hvort hitastigið falli svo og svo mikið á svo og svo miklum tíma. Svo situr meðvirki hópurinn agndofa og jarmar "Jesús minn góður" eða "húrra" þegar veruleikinn er breytilegur og hverfull. Klæðið ykkur með breytilegt veðurfar í huga.

Og ég held að eftir því sem fólk aðhyllist meira svona feilfréttir og peningasýki, þeim mun óstabílli verður veruleiki hins eðlilega manns.

Þar fyrir utan skulum við vona fyrir skuldugar fjölskyldur landsins, að krónan styrkist til lengri tíma litið og haldist stabíl. Meira hef ég ekki um þetta að segja.


mbl.is Krónan styrktist níunda daginn í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Krónan styrkist fyrir hverju ?

Guðmundur Óli Scheving, 28.1.2009 kl. 20:16

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er nú soldið á bylgjulengd veðurfræðingsins á spítti!

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.1.2009 kl. 01:23

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já Sigurður? Undantekningin sannar regluna sko.  

Ólafur Þórðarson, 29.1.2009 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband