Ekki endalaust hægt að blammera ríkið...

Ég var að borða áðan með dótturinni á pizzustað sem við förum stundum á. Þar á borði við hliðina sat ungur maður með ungann dreng sinn og ræddi við fólk á borðinu við hliðina. Hann sagði þeim stoltur að hann væri "nýkominn frá Tennessee til að planta kirkjum" á Manhattan. Og að "það væri ekki auðvelt verk" en hann væri sko kominn til þess. Mér var hugsað til þess að kannski væri hann frá sama þorpi og þau fífl sem hafa verið að boða álíka heimskulegar öfgastefnur í fjármálum á Íslandi sl. áratug eða síðan um miðjann áttunda áratug.

Handbendi mega-braskara sem hafa eitthvað annað í huga en heill almennings, sem margir þeirra tala um í niðrandi tón sem "commoners."

Við stjórnvölinn eru menn. Þessir menn hafa verið undir áhrifum frá villustefnu markaðsdópisma sem hefur ekki gengið upp og hafði ekki séns á að ganga upp. Af því að Október 1929 sýnir okkur það. Við vorum mörg sem gagnrýndum þetta braskarakerfi en vorum almennt afskrifuð sem "kommúnistar sem ekki kunna að fara með peninga." Stimpluð vinstri-eitthvað af rugludöllum sem þóttust sko vita hvernig ætti að stjórna þjóðarskútunni:

"Bara afhenda hana bröskurum!"

Nú vitum við hvar Davíð* keypti ölið og afleiðingin er að enginn veit hverjum er hægt að treysta með peninga. Þeir sem stoltir þóttust geta farið með peningana eru þeir sem voru bestir í að stela úr kökunni. Það er eðli þjófa að upphefja sig sem hetjur og fyrirmyndarbraskarar. Þorpsfíflin að planta kauphöllum alla borg.

Nú er aðal vandamálið það hvort öfga-markaðshyggjumönnum hefur tekist að naga svo stoðir samfélagslega kerfisins að það hreinlega láti undan. Þeir eru svo sýktir af sínu hugarfari að þeir eru ennþá að tala um að einkavæða hitt og þetta til að laga eitthvað sem enginn veit hvað er að við. Í Ameríku hafa þeir amk einn góðann frasa sem er "If it aint broke, don't fix it!"

Maður hefur verið að horfa upp á stóra hópa fólks heimta breytingar til hins betra þegar ekkert var að.

En ég segi fyrir mitt leyti að þetta er ekki ríkinu að kenna. Ríkið er saklaust af gjörðum fábjána og hrokafullra fésjúkra sjálfsdýrkunarsinna sem misnota kerfið sér einum til framdráttar. En nú ber að beina ríkinu í betri farveg og koma á almennilegum reglum svo þjóðarskútan geti haldið strikinu. Þessar reglur eiga að vera afturvirkar, svo að þeir sem misnotuðu kerfið geti verið rasskelltir.

(*Málsháttur. Meina ekkert sérstaklega Davíð Oddsson.)


mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

fucking A! :)

Davíð S. Sigurðsson, 17.1.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband