Ég hefði nú orðið vitni að þessu.

US Airways flugvél nauðlendir í Hudson ánni kl. 15:30

Ég er vanur að hjóla þarna akkúrat um hálf-fjögur leytið hjá 42. götu, meðfram Hudson ánni, að ná í Lilju í skólann. Ég hefði því pottþétt orðið vitni, en vegna mikils frosts fór ég ekki á hjólinu í dag. Spáin var -8c.

Þarna aðeins ofar er þyrluvöllur, þar sem við Lilja sáum þyrluslys einhvern tímann í haust. Þá morandi í löggum. En eiginlega er þetta besti staður til að nauðlenda, því Circle-Line bátarnir eru staðsettir þarna og vatnataxar -greinilega fljótir á staðinn. Það getur hafa munað miklu.

Frábærar fréttir að allir komu lífs af!

Segir mikið um að fólk ætti að hlusta þegar flugfreyjur útskýra með öryggisbúnað og björgunarvestin.

Það eru 3 mjög stórir flugvellir nærri borginni, geri ráð fyrir að 150-200 flugvélar fari af stað/lendi á hverri einustu klukkustund, allann ársins hring.


mbl.is Talið að allir hafi komist lífs af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég hefði líka orðið vitni að þessu ...ef ég hefði verið þarna. Og frændi minn líka en við vorum báðir í miðbæ Reykjavíkur. Sjúkk, munaði litlu eða þannig.

corvus corax, 15.1.2009 kl. 22:35

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ha ha, já farðu varlega corvus. Eða þannig ;-)

Ólafur Þórðarson, 15.1.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Meira:

http://www.youtube.com/watch?v=AooCl1umGMc

Heppnir að allir þessir bátar eru þarna. svæðið kringum 42. götu er með ýmsum bátabryggjum.

En skv. þessu http://www.youtube.com/watch?v=4QXd_z_li7A

Er vélin komin lengst niður ána.

Ólafur Þórðarson, 15.1.2009 kl. 23:15

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Usss...eruð þið borgarbörnin að kvarta yfir -8°C?    -33°C hérna í nótt!   Engin furða að kanadísku gæsirnar hafi flúið til NY...spurning samt hvort sé skárra að frjósa í hel eða lenda í Airbus hakkavél!

Róbert Björnsson, 16.1.2009 kl. 01:07

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég er ekki að kvarta sko, big guy, en ég á ekki nógu góða vettlinga eða skó til að hjóla í svona frosti, mapur er á 20km/h í 2 klst í einu. Ég átti heima í Milwaukee fyrir 20 árum og man að hrákur á gangstétt í Mars var frosinn frá því í Nóvember. Get rétt ímyndað mér hvernig þið hafið það í Twin Cities, sem í samanburði er eins og Gúlag í Síberíu. http://veffari.blog.is/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Wink.png

Ólafur Þórðarson, 16.1.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband