Survivor sjów í Geysi

Ha, er fólk að fara í bað í Geysi?

Er ekki hægt að fá að fara í sturtu þarna í túristabúllunni? Þar sem fólk treður í sig remúlaði-hamborgurum og kaupir lyklakippur og ámóta glingur?

Verð að segja að búið er að breyta þessu svæði í algert gimmik. Þetta var náttúrulegra svæði ca 1970. Í dag er það TV-Sjów. Ég hélt vatnið væri nú bara alltaf allt of heitt.

Allt er til sölu, jafnvel dýrmætustu gersemar landsins. Vitið þið hvað eru margir svona stórir goshverir til í heiminum? Og Íslendingar eru að leyfa fólki að fara þarna í bað til að (þvo af sér skítinn?) ;-)

Ja hérna.


mbl.is Sluppu naumlega þegar Geysir gaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snowman

Ef maður ætti að taka blaðamann mbl.is trúarlegan já... en þar sem viðkomandi hafði alls ekki lesið fréttina sem hann afritaði að hluta og setti inn á mbl.is, þá vissi þessi einstaklingur ekki betur en að Geysir væri baðstaður eins og Bláa Lónið. 

Snowman, 6.1.2009 kl. 15:25

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já sé að núna eru MBL.is búnir að breyta fréttinni og taka út þetta með baðið.

Ótrúlegur fréttaflutningur! Ha ha.

Ólafur Þórðarson, 6.1.2009 kl. 15:37

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

En á vefsíðunni sem vísað er til stendur í fyrirsögn: "Ferðamenn sluppu naumlega frá lífshættulegri baðferð í Geysi."

og

"Hjónin voru síðust í 10-12 manna hópi til að fara uppúr Geysi. Hverinn var við það að gjósa. Fyrir einskæra tilviljun átti leiðsögumaður leið hjá og heyrði dynki sem eru fyrirboði goss. Hann áttaði sig á hættunni sem steðjaði að fólkinu og hrópaði viðvörunarorð til hjónanna. Þau brugðust við og forðuðu sér uppúr hvernum."

http://www.touristguide.is/index.php?option=content&task=view&id=1509&Itemid=

???

Ólafur Þórðarson, 6.1.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband