23.12.2008 | 05:00
Málfrelsið ógnar og "siðferðilegi meirihlutinn" fær að ráða.
Ég lenti í því um dagin að erfiðleikar voru á að tengja bloggið fréttum, kerfið neitað mér um að blogga um frétt. Nafn mitt kemur samt fram en kannski ekki ef einhver umsjónarmaður var fljótur á sér OG ósammála mér í pólitíkinni!
Þessi aðgerð blog.is að útskúfa ákveðnum "hóp" er að mínu mati bara enn eitt einkennið á hræðsluparanoju í þjóðfélaginu. Verið er að sigta út einhvern markhóp, "aumingja," sem í raun minnst getur varið sig, þ.e. þann með einstaklingum sem kjósa að skrifa undir nikki. Þessi hópur er, af misvitrum einstaklingum, útmálaður sem einhver draugur, ógn og Grýla. "Aumingjar" á borð við foreldra, aldraða, fatlaða, venjulegar einstæðar mæður, piparsveina, vinnandi almúga. Fólk. Bara Íslendingar.
Undirförlar sálir hafa undanfarin ár verið að níðast á þessa þversneiðingu þjóðfélagsins á netheimum með ósanngjörnum uppnefningum, enda virðist létt að valta svívirðingunum án endurgjalds. Jónína Ben og nú síðast fáránleikaviðtal á útvarpi Sögu við Ástþór forsetaframbjóðanda sem maður hefur lesið að er sjálfur með "nafnleysingjavefsíðu."
Margir hafa tekið þátt í þessum fordómum og svo eru aðrir á nákvæmlega SÖMU BYLGJULENGD sem fela sig á bakvið nikk og spúa eitri. Í raun eru þessir tveir hópar í sömu sæng, og nú hefur sjálfskipaði "siðferðilegi meirihlutinn" fengið að ráða. Í raun er ráðist er á garðinn þar sem hann er lægstur og viðkvæmastur og afraksturinn er öfugt við framþróun.
Paranojan náði fljótt þeim einkennum að menn hafa sig ekki fram úr annars ágætum innleggjum af því þeir vita ekki HVERRA MANNA var að skrifa og skildu ekki UM HVAÐ var verið að skrifa. Innihaldið skipti ekki máli. Svo sem dæmigert fyrir almennt innihaldsleysi í umræðu í þjóðfélaginu, klíkuskap og hnífsstungur í bök. Þeim sem eru á kant við kerfið eða tala af hreinskilni er ýtt niður. En þegar upp er staðið er nafnleynd í skrifum bara afar mikilvæg lýðræðinu, sérstaklega þegar þjóðfélag er eins lítið og á Íslandi. Nikkið hlífir starfsöryggi margra, enda bannað að vera með "ákveðnar skoðanir" sem ekki samrýmast jarmi sauðkindarinnar sem býr í okkur öllum, eftir 1100 ár. Sláturhúsið er bara sögusögn.
Gagnrýni á blogg annara og fréttir er mikilvæg og í raun hafa vanvitar úthúðað "nafnleysinu" eins og flugmenn sem ætla að klessa skýin í burtu. Vanvitarnir nota "nafnleysið" einmitt sem afsökun til að stoppa af gagnrýni sem á þó fullann rétt á sér.Hvernig á að bæta hlutina ef ekki má gagnrýna?
Það er t.a.m. ekki nafnleysingjum að kenna að mbl fréttir hafa undanfarið ekki verið til fyrirmyndar annars stórfínu blaði sem Morgunblaðið hefur verið. Þó grunar mig sterklega að umsjónarmenn þykist sjá tengsl þar sem í raun er bara einhver sögusögn um fýlu-Grýlu.
Ég er alveg sammála því að það eigi að benda orðljótum og meinyrðabloggurum á að stilla málfari í hóf, en þeir orðljótu eru jú óvart jöfnum höndum undir nikki og undir fullu nafni(!). Ég hef þá skoðun að það ætti jafnvel að senda aðvaranir -sem eftir einhver skipti þýðir stigmagnaða útilokun.
Svo ef eina sökin er sú að skrifa undir nikki, þá kallast það réttu nafni útSKÚFUN. Við skulum kalla hest hest. Ef blog.is á að halda faglegu andliti, þá þarf ritstýring að fara fram, og þá með varfærnum og skynsamlegum hætti. Ekki stórkarlalegum og blindum eins og þessi aðgerð tvímælalaust er.
En ef fé og tíma skortir í að fara yfir gæði fréttagreina, þá má s.s. ekki búast við að til verði fagleg ritstjórn á bloggið. Og er það jú ekki bara óvart þar sem hundurinn er grafinn. Þá er farið út í Plan "B" sem dugar ekki.
Nú hugsa ég mitt mál hvort þetta sé nokkuð vettvangur sem maður nennir á annað borð að eyða púðri í. Forsíða bloggsins á t.a.m. að vera mun vandaðra samansafn greina þó eitthvað ágætt virðist slæðast þar inn. Klíkuskapurinn stjórnar þar að einhverju leyti og margir í klíkunni leyfa ekki einu sinni að maður setji inn rökrétta gagnrýni á það sem þeir eru að segja.
Sjáum til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.12.2008 kl. 19:01 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Einkavæðing
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Fréttablogg
- Heilbrigðismál
- Hjólablogg
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lilja Anna Ólafsdóttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Manhattan
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Skipulagsmál
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nýjustu færslur
- Spítali í miðri borg.
- Nefnifallssýki.
- Patterson Field, litli flugvöllurinn í Keflavík
- Hlemmur: Miðpunktur í Reykjavík.
- Lausnin felst í minnkuðum hraða.
- Og svo er það... RÚV vefsíðan
- Skrýtin frétt: Umskurðarherferð í Swazilandi.
- Dómsmál
- Dow Jones lækkar.
- Skattgreiðslur auðkýfinga.
- Það áhugaverðasta er...
- Algrími, orðskrípi?
- Eðlilegar sektir fyrir bíla-yfirgang.
- 1+1=1
- 1300 ár.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- arh
- robertb
- nimbus
- hehau
- soley
- gmaria
- tulugaq
- andreaolafs
- katanesdyrid
- ingibjorgelsa
- skodunmin
- varmarsamtokin
- joiragnars
- lextalionis
- gbo
- malacai
- floyde
- skarfur
- reykur
- fsfi
- gudmunduroli
- hallgrimurg
- veravakandi
- drum
- hlekkur
- haddih
- prakkarinn
- kreppukallinn
- krilli
- liljabolla
- magnusthor
- manisvans
- sgj
- huldumenn
- svarthamar
- palmig
- pjetur
- pjeturstefans
- ransu
- raudurvettvangur
- robertthorh
- runarsv
- lovelikeblood
- sivvaeysteinsa
- fia
- stefans
- stjornuskodun
- midborg
- sveinnolafsson
- torfusamtokin
- vest1
- steinibriem
Tenglar
MIKILVÆGIR TENGLAR
Gegnumgangur-Passage
- Á FACEBOOK
- Skrýmsli í ráðhúsinu! Sýning 2007
- EILÍFÐARDRAUMURINN Listaverk mitt nú í smíðum á Seyðisfirði
- Gegnumgangur nýja bókin mín Nýja bókin um verk mín
- Miðbær á Akureyri Hugmynd mín að nýjum miðbæ á Akureyri
- EGGIN, rit um stjórnmál og samfélag.
Bækur
Lesnar á allra síðustu árum (hálflesið og ýmislegt drasl undanskilið)
-
Ágætt samansafn, góðir textar, verkin svona þokkaleg.
: Sanctuaries-The last works of John Hejduk -
Er að lesa, merkilegt hingað til. Ekki fyrir áhangendur Reaganismans, gæti skemmt brothætta heilastarfsemi í einstrengislegum einkavæðingarsinnum.
: The Disposable American -
Saga olíuvinnslu- og sölu. Frábær doðrantur um einn af mikilvægari hliðargöngum mannkynssögunnar 1860-1990. Þræðir vel inn í áberandi og minna áberandi viðburði á þessu tímabili. Meira "neutral" í málflutningi fyrri partinn en þann seinni. Samt ágætt rit fyrir kommúniskt-sjúka til að skilja mikilvægi markaðsins og hlutverk fyrirtækja almennt. Frábær bók.
: The Prize -
(ISBN: 9979-66-141-0)
Afar ítarleg nálgun á ýmis viðfangsefni nær og fjær í tíma og rúmi. Stefán flokkar bókina í skoðun á hinu sanna, hinu góða, hið fagra og að auki með viðbót sem tekur sértaklega fyrir gildi íslenskrar tungu. Stefán dregur saman efni víða að, frá Platón til Bob Dylan og er reyndar líka mjög gott heimildasafn fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa bók sem er gluggi inn í hinn víða heim heimspekinnar.
: Ástarspekt -greinar um heimspeki -
(ISBN: 0-674-55775-1)
Tekur skýrmerkilega á viðfangsefninu og hefur góða stjórn á þeim vinkli sem hann setur fram. Fer kerfisbundið í gegnum glansmyndirnar og hvað í raun bjó að baki þeim.
: The meaning of Hitler -
Snilldarbók sem dregur fram rannsóknir með hvað Ameríkuindíánar hafa í raun búið lengi í álfunni: Voru farnir að byggja samfélög fyrir tíma Mesópótamíu. Mæli sterklega með þessari.
: 1491 -
Þessi bók er frá 1968 og ég fann fyrir rúmum áratug orginal útgáfuna, notað eintak. Var að klára hana aftur. Titillinn að vísu barn síns tíma og hefði mátt vera annar, t.d. superhighway and big business fraud-eitthvað. Einkavæðing á massívum skala. Uppbygging hraðbrautarkerfis Bandaríkjanna uppúr seinni heimsstyrjöld og útrýming almenningssamgangna. Af sömu aðilum. "Fjárfestum." Sannarlega er bíllinn Monopoly og ekki það frjálsræði sem auglýst er. Þessi bók er frekar þurr lestrar enda endalausar blaðagreina- og fundatilvitnanir. En góð er hún og gott uppflettirit ef verið er að velta þessum málum fyrir sér. Spilling einkavæðingarinnar í mínum ástkæru Bandaríkjum á fullu þegar Íslendingar voru á öfugri keyrslu.
: Superhighway-Superhoax -
Einstaklega áhugaverð lesning. Sýnir hvernig vísindarannsóknir eru háðar duttlungum vísindamanna og er í stöðugri þróun.
: 1491 -
Bjóst við meiru. Sumt er alveg ágætt en höfundur fer oft út í einhverja la di da sálma sem þjást af endurtekningarsýki og fullyrðingum sem ekki standast fyrir alla.
: The Architecture of Happiness - : Bréf til Maríu
- : America Besieged
-
Mæli sterklega með þessari, nokkuð ítarleg lýsing á atburðarásum sem eru flestum hulin. Áhrifarík og varpar einhverju ljósi á stöðu mála í dag.
: All The Shah´s Men-An American Coup and the Roots of Middle East Terror - : In Search Of Fatima
- : JIHAD-The Rise of Militant Islam in Central Asia
-
Þunnt. Ekki þess virði að lesa. Gitlin hefur gert góða hluti en þetta er tannlaust kvikyndi og gangslaust í að skilja pressuna.
: Media Unlimited -
Þrátt fyrir gott approach í heimildarsöfnun þykir mér bókin leka svoldið þeirri staðreynd að kannski þurfi höfundurinn ekki að vinna og sé þess vegna með svoldið undarleg gleraugu fyrir lesandann að skoða efnið í gegnum. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar koma þarna í gegn, samt sem áður.
: Nickel and Dimed-On (Not) Getting By in America -
Þessi bók er afar áhugaverð því hún snertir á svo mörgu sem er í gangi hvað varðar svindl og svínarí. Hún er helst til "höll undir Demókrata" en ætti að vera hlutlausari greining á þessum vandamálum.
: The Cheating Culture -
Borgarskipulag, einn góður og ítarlegur flötur sem allir ættu að lesa.
: The Death And Life of Great American Cities - : The Catcher in The Rye
- : Age of Reason
- : The Republic
- : How To Read A Book
- : Alkemistinn
- : Manifesto For a New World Order
- : The Fabric of Reality
- : The Order of Things
-
Gríðarlega fallega skrifuð bók. Gríp í hana (Enska þýðingu) við og við og það er eins og maður droppi inn í lifandi heim hennar á augabragði.
: The Conquest of Plassans - : The Web Of Life
-
Frjálshyggjumaður: Lestu þessa bók tvisvar. Sláandi efni um raunveruleika stórs hluta Ameríkana. Þessa hluta sem ekki er samdauna Hollywoodsjóinu. Gamli frasinn um "Land tækifæranna" fær aðra merkingu.
: The Working Poor-Invisible in America - : The GOD Delusion
-
Afar áhugaverð bók, skrifuð af blaðamanni sem hefur dekkað fullt af stríðum. Mæli sterklega með henni, sérstaklega ef þú heldur að Ísland eigi að stofna her.
: What Every Person Should Know About War - : WAR is a force that gives us meaning
- : Crime Control as Industry
-
Óheyrilega leiðinleg bók, en mikilvæg sem pólitískt bakbein. Hér koma fram upplýsingar um hvað var vitað fyrir þessa klikkuðu inn/árás á Írak sem hefur breytt landinu í helvíti. Saga Íraks rekin meira og minna með tilliti til Persaflóastríðs 1991 og síðan.
: Iraq Confidential - : Poverty in America
- : The Singing Life of Birds
-
Mjög góð, gott innlegg í þessa þjóðfélagsvöltun sem er að eiga sér stað í gegnum nafnlaus risaapparöt.
: Fast Food Nation - : The Basis of Morality
-
Bók sem tekur fyrir skólamál í USA. Ójöfnuð og opnar augu manna við hvernig kerfisgallar viðhalda rasisma og fordómafullum forsendum. Vara við að þessi lesning er ekki fyrir hvern sem er og er frekar heavy. En góð er hún og fræðandi um hvað ójöfnuður í aðgengi skóla getur þýtt.
: Savage Inequalities -
Las þessa fljótlega eftir að hún kom út og fannst hún þá frekar scary. Hún batnar með aldrinum og holl lesning ef menn vilja skilja meira í heimspólitíkinni. Hana mætti lesa með hliðsjón af bók sem skýrir pólitíkina út frá stöðu Rússa, bara svona sem balans.
: The Grand Chessboard -
Að venju beittur stíll og hvetjandi til dáða. En hvort hann talar í staðreyndum eða taki sér leyfi skáldsins er oft erfitt að sjá án þess að þekkja viðfangsefnin vel.
: Dreaming War -
Þessi bók er svo illa skrifuð að hún kemst ekki framhjá "beinagrindarformatinu." Ég þyrfti að skrifa heila bók til að útskýra hvers vegna þessi bók er svona hálfvitaleg eins og raun ber vitni. Aðra bók um af hverju vanvitar lesa og taka TRÚanlega. Sannarlega ein af vitlausustu bókum sem ég hef lesið. Hlátursköll á hverri blaðsíðu. Uppfull af fullyrðingum sem standast ekki raunveruleikann og gleyma hinum einföldustu mannlegum þáttum. Ég giska á að þetta sé bara venjuleg áróðursbók, tilkostuð af einhverjum bröskurum.
: Economics in One Lesson -
Þessi bók kemur mér fyrir sjónir sem áróður greiddur af einhverjum sem græða á svona útgáfum.
: A Long Short War - : Rogue States
-
: Against all enemies -
Afar áhugaverð bók. Lestu hana.
: Nuremberg Diary -
Afar áhugaverðar póetískar vangaveltur um ýmis þjóðþrifamál og hluti sem oft eru afgreiddir billega.
: Upside Down: A primer for the looking-glass world
Athugasemdir
Þó svo ég hafi alltaf bloggað undir nafni þá botna ég ekkert í þessari ákvörðun mbl. Langflestir bloggarar sem nota alias koma bara með skemmtilega og áhugaverða vinkla á málefnin og það hefur aldrei böggað mig að vita ekki hver er á bakvið aliasinn. Því miður eru örfáir hálfvitar sem misnota nafnleysið til þess að vera með persónulegt skítkast og mjög svo grófar og meiðandi færslur sem vissulega eiga ekkert erindi á mbl.is...en mér fyndist þá nær að halda áfram að kippa einum og einum út sem fer yfir strikið heldur en að klippa á alla línuna.
Mega þeir hinir sem skrifa svo alveg jafn grófar og meiðandi færslur en bara undir nafni, þá halda áfram að drulla yfir menn og málefni? (sbr. "kristna" liðið)
Margir af mínum bestu bloggvinum skrifa undir alias og ég mun íhuga að færa mig um set með þeim 1. jan. Láttu mig endilega vita hvar þú ætlar að blogga í framtíðinni... verst að blog.is býður uppá besta viðmótið og skásta útlitið sem ég veit um.
Bestu jólakveðjur frá Minnesota!
Róbert Björnsson, 23.12.2008 kl. 16:34
Búinn að lesa þetta: http://skorrdal.is/2008/12/lokad-a-adgang-adgerdarsinna-opid-bref-til-theirra-er-malid-vardar/
Skorrdal (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.