Málfrelsið ógnar og "siðferðilegi meirihlutinn" fær að ráða.

Ég lenti í því um dagin að erfiðleikar voru á að tengja bloggið fréttum, kerfið neitað mér um að blogga um frétt. Nafn mitt kemur samt fram en kannski ekki ef einhver umsjónarmaður var fljótur á sér OG ósammála mér í pólitíkinni!

Þessi aðgerð blog.is að útskúfa ákveðnum "hóp" er að mínu mati bara enn eitt einkennið á hræðsluparanoju í þjóðfélaginu. Verið er að sigta út einhvern markhóp, "aumingja," sem í raun minnst getur varið sig, þ.e. þann með einstaklingum sem kjósa að skrifa undir nikki. Þessi hópur er, af misvitrum einstaklingum, útmálaður sem einhver draugur, ógn og Grýla. "Aumingjar" á borð við foreldra, aldraða, fatlaða, venjulegar einstæðar mæður, piparsveina, vinnandi almúga. Fólk. Bara Íslendingar.

Undirförlar sálir hafa undanfarin ár verið að níðast á þessa þversneiðingu þjóðfélagsins á netheimum með ósanngjörnum uppnefningum, enda virðist létt að valta svívirðingunum án endurgjalds. Jónína Ben og nú síðast fáránleikaviðtal á útvarpi Sögu við Ástþór forsetaframbjóðanda sem maður hefur lesið að er sjálfur með "nafnleysingjavefsíðu."

Margir hafa tekið þátt í þessum fordómum og svo eru aðrir á nákvæmlega SÖMU BYLGJULENGD sem fela sig á bakvið nikk og spúa eitri. Í raun eru þessir tveir hópar í sömu sæng, og nú hefur sjálfskipaði "siðferðilegi meirihlutinn" fengið að ráða. Í raun er ráðist er á garðinn þar sem hann er lægstur og viðkvæmastur og afraksturinn er öfugt við framþróun. 

Paranojan náði fljótt þeim einkennum að menn hafa sig ekki fram úr annars ágætum innleggjum af því þeir vita ekki HVERRA MANNA var að skrifa og skildu ekki UM HVAÐ var verið að skrifa. Innihaldið skipti ekki máli. Svo sem dæmigert fyrir almennt innihaldsleysi í umræðu í þjóðfélaginu, klíkuskap og hnífsstungur í bök. Þeim sem eru á kant við kerfið eða tala af hreinskilni er ýtt niður. En þegar upp er staðið er nafnleynd í skrifum bara afar mikilvæg lýðræðinu, sérstaklega þegar þjóðfélag er eins lítið og á Íslandi. Nikkið hlífir starfsöryggi margra, enda bannað að vera með "ákveðnar skoðanir" sem ekki samrýmast jarmi sauðkindarinnar sem býr í okkur öllum, eftir 1100 ár. Sláturhúsið er bara sögusögn.

Gagnrýni á blogg annara og fréttir er mikilvæg og í raun hafa vanvitar úthúðað "nafnleysinu" eins og flugmenn sem ætla að klessa skýin í burtu. Vanvitarnir nota "nafnleysið" einmitt sem afsökun til að stoppa af gagnrýni sem á þó fullann rétt á sér.Hvernig á að bæta hlutina ef ekki má gagnrýna?

Það er t.a.m. ekki nafnleysingjum að kenna að mbl fréttir hafa undanfarið ekki verið til fyrirmyndar annars stórfínu blaði sem Morgunblaðið hefur verið. Þó grunar mig sterklega að umsjónarmenn þykist sjá tengsl þar sem í raun er bara einhver sögusögn um fýlu-Grýlu.

Ég er alveg sammála því að það eigi að benda orðljótum og meinyrðabloggurum á að stilla málfari í hóf, en þeir orðljótu eru jú óvart jöfnum höndum undir nikki og undir fullu nafni(!). Ég hef þá skoðun að það ætti jafnvel að senda aðvaranir -sem eftir einhver skipti þýðir stigmagnaða útilokun.

Svo ef eina sökin er sú að skrifa undir nikki, þá kallast það réttu nafni útSKÚFUN. Við skulum kalla hest hest. Ef blog.is á að halda faglegu andliti, þá þarf ritstýring að fara fram, og þá með varfærnum og skynsamlegum hætti. Ekki stórkarlalegum og blindum eins og þessi aðgerð tvímælalaust er.

En ef fé og tíma skortir í að fara yfir gæði fréttagreina, þá má s.s. ekki búast við að til verði fagleg ritstjórn á bloggið. Og er það jú ekki bara óvart þar sem hundurinn er grafinn. Þá er farið út í Plan "B" sem dugar ekki.

Nú hugsa ég mitt mál hvort þetta sé nokkuð vettvangur sem maður nennir á annað borð að eyða púðri í. Forsíða bloggsins á t.a.m. að vera mun vandaðra samansafn greina þó eitthvað ágætt virðist slæðast þar inn. Klíkuskapurinn stjórnar þar að einhverju leyti og margir í klíkunni leyfa ekki einu sinni að maður setji inn rökrétta gagnrýni á það sem þeir eru að segja. 

Sjáum til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Þó svo ég hafi alltaf bloggað undir nafni þá botna ég ekkert í þessari ákvörðun mbl. Langflestir bloggarar sem nota alias koma bara með skemmtilega og áhugaverða vinkla á málefnin og það hefur aldrei böggað mig að vita ekki hver er á bakvið aliasinn. Því miður eru örfáir hálfvitar sem misnota nafnleysið til þess að vera með persónulegt skítkast og mjög svo grófar og meiðandi færslur sem vissulega eiga ekkert erindi á mbl.is...en mér fyndist þá nær að halda áfram að kippa einum og einum út sem fer yfir strikið heldur en að klippa á alla línuna.

Mega þeir hinir sem skrifa svo alveg jafn grófar og meiðandi færslur en bara undir nafni, þá halda áfram að drulla yfir menn og málefni? (sbr. "kristna" liðið)

Margir af mínum bestu bloggvinum skrifa undir alias og ég mun íhuga að færa mig um set með þeim 1. jan. Láttu mig endilega vita hvar þú ætlar að blogga í framtíðinni... verst að blog.is býður uppá besta viðmótið og skásta útlitið sem ég veit um.

Bestu jólakveðjur frá Minnesota!

Róbert Björnsson, 23.12.2008 kl. 16:34

2 identicon

Búinn að lesa þetta: http://skorrdal.is/2008/12/lokad-a-adgang-adgerdarsinna-opid-bref-til-theirra-er-malid-vardar/

Skorrdal (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband