Ha?

Göran Persson: "Það er gríðarlega mikilvægt að fá eins mikið til baka handa þeim sem sköpuðu vandann."  Innlent | mbl | 11.12.2008 | 11:15.

Manni er spurn; hvað er maðurinn að fara?

Mín spurning er: Hvað á að gera við þessa einstaklinga sem sköpuðu vandann? Það er vandi út af fyrir sig. Ef þeir fá áfram að ráða, þá mun allt fara á sama veg aftur og skila enn meiri dýpkun á vandanum. Getur það verið mögulegt? Svo sannarlega! Fréttir eru strax litaðar af fyrirtækjaræðinu -sem hefur til margra ára verið rót vandans.

Hér í Bandaríkjunum, hvar ég hef búið í 25 ár, hefur þetta verið krónískt vandamál í margar kynslóðir. Trú á markaðsfíkla hefur haldið niðri stórum þjóðfélagshópum. Fréttir af fátækt í Bandaríkjunum eru bara á jólunum og Thanksgiving. Samt er fátækt í Bandaríkjunum tröllvaxið vandamál og ber að sama brunni: Fyrrtækjaræði, sjálfsdýrkunarsýki, græðgi og auglýsingaræði í fjölmiðlum.


mbl.is Persson: Allir verða að bera byrðarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pax pacis

Þetta hlýtur að vera missögn í fréttinni.  Annað væri ekki hægt.

Pax pacis, 11.12.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já hlýtur að vera. Nema það sé samsæri

Ólafur Þórðarson, 11.12.2008 kl. 13:10

3 identicon

Þetta var misritun. Á að vera "frá" þeim sem sköpuðu vandann.

Rétt skal að sjálfsögðu vera rétt.

Augljóslega grundvallarmunur, en þetta hefur verið leiðrétt.

kv.

blaðamaður

Jón Pétur (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hjúkk maður. Innsláttar/þýðingavillur geta snúið málinu á haus.

Dóttir mín talar jöfnum höndum íslensku og ensku, en talar stundum snúið, t.d. um að labba inn í rúmið. Sem gæti útlagst sem heimspekileg eða tilvistarleg pæling en er svo ruglingur á orðinu "room."

Ólafur Þórðarson, 11.12.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband