Þegar einkavæðingin bregst...

Þegar einkavæðingin bregst, þá er eins gott að hafa elsku ríkið til að safna saman brotunum og líma myndina saman aftur. Það segir ansi mikið um þá sem hafa verið að tala niður ríkið á undanförnum áratug eða síðan Chicago-Texas áróður Reagan-Thatcherismans ruglaði stóra þjófélagshópa í rýminu og gerði margann manninn sturlaðann.

Þetta er svona svipað og með smábörnin. Þegar þau eru búin að gera stykkin í bleyjuna, þá þarf einhvern fullorðinn til að skipta um, skeina og setja nýja. Í pilsfaldi ríkisins standa þeir sem hvað hæst garga um að geta gert þetta sjálfir; "Look Mommy, no hands!!" og svo er hjólað beint á ljósastaurinn. 

Já þetta er svipað og með smábörnin, þarf ansi mikla þolinmæði til og getur kostað meira en þolinmæði stundum. Eitthvað pilsfalda-gáfnaljósið sagði mér fyrir 3-4 árum með skuldabaggann stóra sem var að safnast upp: "En þetta eru allt saman einkaskuldir!!" Svo sagði hann að það ætti að einkavæða allt hjá ríkinu nema alþingið og að ég væri kommúnisti og hálfviti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur líkast til ekki verið nógu "eigna-glaður" (orð Davíðs Oddsonar á flokksfundi xD 1992 eða 1993) fyrir hans smekk.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 06:53

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Eigna-glaður já? Ha ha. Vel að orði komist!

Ólafur Þórðarson, 11.12.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband