Á að einkavæða aftur??

Já maður bara spyr. Á í alvöru að einkavæða bankana aftur? Var reynslan svona góð af fyrstu tilraun?

Skuldir 12x GDP. Falskt góðæri byggt á kreditkortaskuldaralógík. Ofurlaun fyrir ekki neitt. Margfaldað húsnæðisverð (húsnæðisverðbólga) á örfáum árum.

Er þetta grín? Að einkavæða bankana? Og að auki að selja útlendingum þá??

Fíklaeinkenni? Afneitun? Hvað er í gangi? Þetta útibú í Lúxemburg er bara brot af spilinu. Nú er spurning hvort komi á pressa með endureinkavæðinguna miklu. Þá er spurning í hvora áttina landið fer á endanum... lengra niður eða stígur lokaskrefin inn í lénsskipulag 22. aldar.


mbl.is Ekki ákvörðun um Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hversu oft er hægt að skjóta sig í fótinn og átta sig ekki á hvað gerðist?  Hversu oft er hægt að skjóta sig í fótinn þar till að þú getur gengið ei meir?  Þetta er lygisögu líkast!   Ég held í raun og sann að best væri að láta stjórnmálamenn gangast undir gáfnapróf - sömuleiðis alla þá sem skrá sig í viðskipta- og hagfræði.

Baldur Gautur Baldursson, 5.12.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Aliber

Það er ríkisstjorn Luxemburg sem er að selja, ekki Íslenska ríkið. Fyrirtækið var staðsett í Lux og fór í greiðslustöðvun þar í landi, því er það yfirvalda þar í landi að koma eignum þess í verð.

Stærðfræði 1 er ágætis gáfnapróf fyrir þá sem skrá sig í hagfræði Baldur. Slakaðu aðeins á ruglinu.

Aliber, 5.12.2008 kl. 12:08

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það kæmi mér alls ekki á óvart ef íslensku bankarnir yrðu einfaldlega seldir aftur. Margir róa að þessu. Hvað þá ef það er skilyrði frá erlendum lánadrottnum.

Ólafur Þórðarson, 5.12.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband