Einhæf umræða um auglýsingar á útvarps/sjónvarps bylgjum.

Það getur verið rétt að RÚV eigi ekki að gleypa allar auglýsingar. Að markaðshlutdeild RÚV ætti ekki að vera meir en, 40-60% af auglýsingamarkaði.

En eru auglýsendur ekki að auglýsa hjá RÚV af því innihaldið þar er svo miklu betra og/eða auglýsingarnar á hagstæðara verði? Og það nær til fleiri áheyrenda?

En umræðan þykir mér almennt þunn því gengið er að því sem gefnu að fjölmiðlar séu bara aðallega í einhverjum auglýsingabransa. Þetta er rétt fyrir "auglýsingamiðla" sem ýmsir reyna að stimpla sig sem "frjálsa" fjölmiðla. En auglýsingafjölmiðill er bara ekki frjálsari en neitt annað, er síður en svo góður fjölmiðill og fer kannski oft ekki mikið lengra í innihaldi en glansbæklingurinn sem troðið er inn í blað. Góður fjölmiðill snýst nefnilega ekki utan um auglýsingarnar, heldur efnið sjálft. Stundum er hægt að sameina þetta tvennt, þ.e. stundum er hægt að vera með góðann fjölmiðil og setja fullt af auglýsingum í hann líka. Það er meira frjálsræði í því formattinu.

Svo er ekki nóg að þykjast feika þetta stóra atriði. 

 


mbl.is Ræddu ekki um RÚV frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband