Íþróttaefni RÚV víkur. Inn með betra barnaefni!

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar og blogga hér enn og aftur að það þarf að SNARminnka þetta íþróttaefni og snaurAUKA gott barnaefni.

Barnaefnið er alveg sérstaklega mikilvægt okkur foreldrum íslenskra barna sem búum erlendis og fengjum þannig tækifæri á að kenna börnunum íslensku í gegnum barnaþætti. Það er fullt af efni sem má vel endursýna, og kannski ekki svo dýrt að búa til einfalt barnaefni sem hjálpar börnum að hugsa um lærdóm, bækur, vísindi og ámóta uppbyggjandi en þetta ekki tölvuleikja- og hasarsorp sem tröllríður nánasta umhverfi barna okkar.  Ísland er uppfullt af hæfileikaríku leiklistarfólki sem getur búið til einfalda góða rólega þætti á sanngjörnu verði.

Það hefur oft komið fyrir að ég hef reynt að komast í barnaefni sjónvarpsins í gegnum vefinn, en næ þá bara í íþróttaleiki sem eru látnir strika út barnaefnið! Fyrðulegt alveg. Þess á millil er erfitt að nálgast efnið því það er ekki sett á netið nema kannski á útsendingartíma. Tímamismunur gerir þá ókleift að horfa á íslenska barnatíma.

Eiginlega er ég á þeirri skoðun að íþróttir geta farið út á sér-rás sem íþróttaunnendur geta þá keypt aðgang að, á kostnaðarverði, í gegnum RÚV.  Ég væri nú sko líka alveg til í að greiða fyrir barnaefni á sér-rás, svo lengi sem það er þroskandi efni.


mbl.is „Kemur á versta tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fín hugmynd! Af hverju datt mér þetta ekki í hug?

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Tjah, ég get nú ekki svarað því kæri vinur. Vonandi verður eitthvað svona sett upp á RÚV og að enginn braskari fari að reyna að græða á þessu. Maður kaupir DVD diska með íslensku barnaefni og þau eru neydd til að horfa á einhvern asnalegann Gotta borða ost áður en myndirnar (sem maður borgaði fyrir) dúkka upp. Það þarf ekki mikið til að sjá að búið er að skemma diskana.

Gott barnaefni þarf að vera ókeypis fyrir foreldra, rétt eins og menntun barna þarf að vera ókeypis fyrir börnin. Réttur á góðu barnaefni í sjónvarpi þarf að vera smá brot af rétti til menntunar.Það er hægt að byrja á því með því að útiloka auglýsendur frá efninu, nema þeir hafi eitthvað uppbyggjandi eða þroskandi til að auglýsa.

Ólafur Þórðarson, 29.11.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband