Auglýsingamarkaður eða fjölmiðill??

Manni er óskiljanlegt hvernig hægt er að halda að fjölmiðill sem er titlaður "auglýsingamarkaður" geti verið neitt annað en tæki til að þjóna auglýsingamarkaði. Það er ekkert að því að fjölmiðill sé með auglýsingar innan um gott efni. En auglýsingar í "auglýsingamarkaði" fá forgang í auglýsingunum. Sem er ekkert annað en forheimskandi fyrir áhorfandann, þó einhverjum "fjárfestum" þyki súrt í broti að fá ekki voða hagnað. Ef sala á banönum hefur forgang, þá erum við að bananísera lýðveldið. 

En auglýsingamiðlar eru ekkert uppbyggjandi almennt séð.  Félagslegur hagnaður af auglýsingastöðvum er neikvæður miðað við uppbyggjandi símenntandi efni. Á bakvið auglýsingar liggja hálf lygar, blekkingar og engar rannsóknir utan þær hvernig sé best að manipulera áhorfandann. Engann skal undra að þessar pöddur hafi verið að grassera meir og meir í þjóðfélaginu, það gerum við sem fyrir okkur er haft!

Hér eru BNA enn og aftur fyrirmynd. Útvarpsstöðvar hér í BNA eru eins og flestar sjónvarpsrásirnar, menningarlega séðar uppfullar af rusli og freistingum.  Það er af einni ástæðu. Þetta eru allt saman "auglýsingamarkaðir"! Góðu fjölmiðlana má telja á fingrum annarar handar. Ok, kannski fingrum beggja handa.

En einhvern veginn leggja menn saman 2 og 2 og fá út 5.  Ef maður segir við Bandaríkjamann að það þurfi ríkisútvarp, þá er maður kommúnisti. Ef maður segir að auglýsingastöð sem ber sig ekki eigi ekki að hafa einokunarrétt á auglýsingum, þá er maður líka kommúnisti. En þeir eru langlífir frasarnir eins og þessi að ríkisfjölmiðill eigi ekki að vera á auglýsingamarkaði. Þvílík steypa! Spurningin er hvernig auglýsingar ríkisfjölmiðlar eiga að hafa.


mbl.is RÚV ekki brotið gegn samkeppnislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

,,Félagslegur hagnaður af auglýsingastöðvum er neikvæður miðað við uppbyggjandi símenntandi efni." Mjög athyglisverð nálgun. Ef með er tekið efni þessara auglýsingamiðla sem kalla fram ,,aumingjahroll" yfir lákúrunni, þá er gott að vera kallaður kommúnisti.

Rúnar Sveinbjörnsson, 15.11.2008 kl. 18:04

2 identicon

Carlos heiti ég og er kommúnisti ... (http://carlos.blog.is/blog/carlos/entry/694753/)

Nei, í alvöru talað. Þetta snýst um það sama og aðför bankakerfisins að Íbúðalánasjóði og krónunni á sínum tíma. Menn vilja fá að græða á fyrirtækjum og kerfum sem ríkið hefur byggt upp. Ef ekki á einn hátt þá á annan.

Ég held að menntamálaráðherra sé það afar hollt að átta sig á því að þegar RÚV er horfið af auglýsingamarkaði, þá þurfi ríkið annað hvort að auka útgjöld sín til þess um 300% eða leggja það niður. Láta misskynuga gutta dæla síbylju yfir okkur, í boði þeirra sem rikið ætti hvað helst að vernda okkur gegn, nefnilega gíruga einstaklinga sem vildu helst einir ráða yfir ljósvaka.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband