Fatanotkun

Það tíðkaðist á mínum yngri árum að fólk notaði föt af öðrum. Þessi þankagangur sparar mikil útgjöld á heimilum og gjaldeyri með. Tískan verður um stund að fylgja ástandinu í þjóðfélaginu og ég efast ekki um að stærri hluti en viðurkennist hefur einmitt verið í notuðum fötum.

Hér sé ég tækifæri fyrir innlenda fataframleiðendur. Eða eru þeir til lengur? Ekki vantar mannskapinn í að búa til föt miðað við þær atvinnuleysistölur sem blasa við. 


mbl.is Smærri fataverslanir að verða uppiskroppa með vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll!

Langaði að "kommenta" á þetta... Ég er sammála þér að það væri svo sannarlega góð hugmynd að fá íslenskar vörur inn í verslanir.....en þetta tekur tíma og gerist ekki fyrir jól. Ég hugsa að við eigum öll nægar flíkur og gætum vel lifað af jólin í einhverju "gömlu"..sama gildir um börnin okkar. EN......ég skil mæta vel þessar áhyggjur, sjálf er ég í rekstri og er að verða uppskroppa með vörur, og stóra spurningin er úr hverju bý ég til veltu til að lifa næstu mánuði af....??

Við höfum öll gott af að hugsa okkar gang, en litlu fyrirtækin leggjast fljótt af ef engin velta kemst af stað.

Kristín (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband