Skapar þetta gjaldeyri?

Enn ein tröllkarla-bílamannvirkin á höfuðborgarsvæðinu eiga að fara í stokk frá Snorrabraut upp að Kringlu að sögn GMB nemanda í Bretlandi. 

Er verið að:

1) Fela raunveruleg umferðarvandamál?

2) Eyða pening sem ekki er (lengur/nokkurntímann?) til?

3) Eyða pening í blikkbeljur í staðinn fyrir bættar almenningssamgöngur og reiðhjólastíga? Sums staðar eru strætóskýlin fyrir neðan allar hellur!

Reykjavík þarf meira á "fínstilltri hönd" að halda og minna af svona nautum í glermunabúð.  Spurning hvort svona göng séu fínstilling eða hitt. Maður fer um Reykjavík þessa dagana með skelfingarsvip, svo mikið er búið að klúðra, sbr. þetta hrikalega Skugga(lega) hverfi og Samtúnahverfið sem er eins og úr Austurþýskri hryllingsmynd. 

Maður bara spyr að auki hvort þetta gangnaævintýri gagni nokkuð í því að skapa smá gjaldeyri? Er það ekki það sem okkur vantar? Gjaldeyri?

Kveðja.


mbl.is Miklabraut í stokk að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skapar umferðaröryggi og styttir tíma fyrir fólk í umferðinni.

Anton (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 20:21

2 identicon

Þar sem eg á heima í Hafnarfirði og sæki vinnu í Ármúlann (kem suðurlandsbrautarmegin að bílastæðinu), þá er alveg hundleiðinlegt að þurfa að biða kringlumýrarbrautarmegin á ljósum sem vara aðeins í rúmar 10-15 sek áður en það er komið rautt (eftir að þeim var breytt).

„Niðurstaðan er stokkur á Miklubraut sem fer undir Kringlumýrarbraut og undir gatnamótin við Lönguhlíð"

Ég er að vona að þetta verði raunin, og umferð á kringlumýrarbraut gangi greiðlegar fyrir sig yfir miklabrautina en er í núverandi ástandi.

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Þetta sparar gjladeyri. Það er líka hægt að verða ríkur á því að spara.

Birgir Þór Bragason, 5.11.2008 kl. 21:20

4 identicon

skapar vinnu, a.m.k.

Asdis (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 21:21

5 Smámynd: Sturla Snorrason

Nú er tíminn fyrir nýtt aðalskipulag, skipulag sem er hugsað út frá miðri borginni, með eldsneytis og tímasparnað borgarbúa að leiðarljósi.

Þetta tjöslluskipulag er heilsuspillandi og alveg óþolandi rugl, brot á umhverfislögum og örugglega fjárlögum.

Sturla Snorrason, 5.11.2008 kl. 22:49

6 identicon

Sæll

Við götuna fyrir utan minn vinnustað eru 4 stoppustöðvar fyrir strætó.
Það er ekki skýli á einni einustu þeirra, þess í stað eru steipuklumpar með stöng upp sem sýnir kl hvað vagninn kemur.

Pétur (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:53

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Takk fyrir innlitin.

Það sparar gjaldeyri að hjóla og taka strætó. Til að gera það þarf kerfið að vera notendavænt. Sem það er bara að einhverju leyti.

Sammála Jóhannes. Það er bara hundleiðinlegt að keyra. Sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Og ekki skánar það við framkvæmdir sem standa í 1-2 ár.

Pétur; þú festir fingurinn á málefninu!

Ólafur Þórðarson, 6.11.2008 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband