Stuttbuxnadeildin með allt niður um sig.

Eftir stórræður sl. áratugs um að ríkið eigi ekki að skipta sér af viðskiptum eða einu eða neinun er komið í ljós að allir hanga á hor-reim í pilsfaldinum á blessaðri fjallkonunni, ríkinu, og vænta þess að hún bjargi unglingunum eftir lánsfylleríi sl. ára. En fjallkonan er ekki í góðum holdum sjálf, unglingarnir búnir að sitja að henni og nærast á henni af miklum eldmóð. 

Frjálshyggjan hefur beðið skipsbrot eins og var spáð. Í stýrishúsi öfgastefnunnar eru Hannes Hólmsteinn skipstjóri í bláum stuttbuxum, og aðrir boðberar þessarar stefnu í hlutverki presta, með fánaveifur að heimta skólagjöld og vara við að ríkið sé alslæmt og af hinu illa. Að ríkisstarfsmenn séu aumingjar, og að nú skuli frelsa sjálfann markaðinn sem á einhvern veginn að vera besti vinur okkar. Þessir menn hafa verið að endurvekja draugalegann boðskap í BNA frá þriðja áratug, þegar þrír Bandarískir forsetar í röð tóku þátt í að boða frjálshyggju þeirra tíma, lækkun skatta, einkavæðingu, frelsun braskara og allt það. Áður en botninn datt úr vitleysunni.Þá þurftu menn aðeins lengra til vinstri að reisa verkið upp aftur, enda er hægri mönnum ekki treystandi fyrir bókhaldinu heldur.

Teikning sem ég gerði 1995Um borð er líka hellingur af bröskurum, sem eins og rottur munu verða fyrstir til að yfirgefa þjóðarskútuna ef vatnið fer að fossa inn. Sumir munu grípa sér-merkta björgunarbátana og flýta sér í burt. Og á endanum munu þeir alltaf vera í afneitun og kenna ríkinu um allt sem miður fór hjá þeim sjálfum. Eins og alkóhólisti sem kennir maka um drykkjuna. Bankaræningjar munu benda á ríkið og hrópa "bankaræningi!" Lygaþvætting ber að sama brunni, trúarofstæki mun aldrei viðurkenna það sem sannara er og einhvern tímann munu vitleysingarnir koma aftur þegar hægt er að plata næstu kynslóð í trúflokk sem einkennist af bláum stuttbuxum og loforðum um gull og græna skóga.

En ég hef ekki áhyggjur af þeim.

Það fólk sem ég hef áhyggjur af er venjulegt fólk, fjölskyldur sem eru í skuldasúpum, eiga á hættu að missa þakið ofan af sér, fólk sem hefur verið gabbað í stórar lántökur í gegnum auglýsingaskrum og braskarafroðusnakk í ráðgjafadeildum fjölmiðlanna eða bankanna. Ísland var komið í fyrsta klassa þegar ég var unglingur, ca 1980. Þða var lífið bara ágætt ef segja má eins og er. Braskið sl. áratug hefur ekki fært landinu neina byltingu en tækniframfarir hafa gert það. Það sem hefur jú verið kjarninn í góðu Íslensku lífi er ákveðið stabílitet, að börn hafi nægt rými til að vaxa og dafna í þroskaða eintaklinga, fái frið fyrir áræti og þurfi ekki að líða fyrir neikvæðum umhverfisaðstæðum eins og rukkarar að trufla foreldra á leið á hausinn eða atvinnulausa foreldra. Eða auglýsingaskrumi sem er að sjálfsögðu afvegaleiðandi. Ég hef áhyggjur af þessum breiða hóp og þeim atvinnurekendum sem hafa verið í heiðarlegum rekstri, framleiðslu, gjaldeyrismyndun og sjá nú fyrir endann á sínum rekstri.

Jæja þetta er bara mín skoðun. Gangi ykkur vel á Íslandi.


mbl.is Forsætisráðherra flytur ávarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Following the problems in the financial sector in the US, uncertainty has now hit Japan. In the last 7 days the Origami Bank has folded, the Sumo Bank has gone belly up and the Bonsai Bank announced plans to cut some of its branches.

Yesterday, it was announced that the Karaoke Bank is up for sale and will likely go for a song, while today's shares in the Kamikaze Bank were suspended after they nose-dived.

While Samurai Bank is soldiering on following sharp cuts, the Ninja Bank is reported to have taken a hit, but they remain in the black.
Furthermore, 500 staff at Karate Bank got the chop and analysts report that there is something fishy going on at the Sushi Bank where it is feared that staff may get a raw deal.

Róbert Björnsson, 6.10.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Góður þessi.

Að vera háður verðbréfabraski er ekki skynsamlegur undirbúningur á framtíðina.  Kona ein sem ég þekki hefur verið í verðbréfaviðskiptum í nokkra áratugi. Hún segist bara "spila með aukapeninga," því fyrir henni er þetta eins og spilavíti. Hún græðir stundum og tapar oft. Menn ættu að hafa lært þetta með deCode verðbréfunum, nú er kominn um áratugur af þeirri reynslu. 

Við s.s. leyfðum "nýfrjálsu" kerfi að koma okkur í þessa aðstöðu. Rétt aðhald og langtíma lausnir hefðu skilað réttum viðbrögðum við þessum aðstæðum sem nú eru að daga uppi.

Gott að muna að vandamálið er að við byggjum "hallirnar" á erlendum lánum. Það er eðlilegt og ætti að vera eins skilvirkt og hægt er fyrir nauðsynjafjárfestingum. Og bankarnir sem stóðu fyrir þeim fá svo ekki lán til að borga af lánunum eftir afar misjafnar fjárfestingar í bílum og öðru dótaríi sem ekki endist. Ofaná þetta eru menn að selja fyrirtæki sín á milli til að peppa upp gerfiverð. Þetta er vonlaus aðferðafræði þegar svona mikið er fengið að láni.

Að sumu leyti höfum við jú akkúrat enga stjórn á því sem skeður í heiminum en úrræðaleysi með undirbúning fyrir svona skell skilar sér í því ástandi sem er í mótun á landinu í dag. Ég er enginn sérfræðingur í þessu en hef lengi verið á þeirri skoðun að hækkað húsnæðisverð síðari ára sé mikil afturför í Íslensku þjóðfélagi, nú er þessi afturför að skila sér "einum of vel." 

Ólafur Þórðarson, 7.10.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband