Færsla flugvallar væri afturför í samgöngum!

Flugvöllinn í Reykjavík, takk fyrir. Hef verið á Seyðisfirði í allt sumar og nota flugið töluvert frá Egilsstöðum. Vélarnar næstum alltaf troðfullar! 

Það væri heldur betur óhagkvæmt ef lóðabraskarar fengju sínu framgengt og flugvöllinn til Keflavíkur. Ekkert ósvipað og ef Kaupmannahafnabúar færðu Hovedbanegarden 50+km út fyrir Kaupmannahöfn. Það sér það hver sem lítur yfir skipulagsmál að slíkt væri fásinna hjá Dönum. Rétt eins og þessi hugmynd með að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni er glórulaus. Klukkustundarferð myndi margfaldast í tíma og það væri mikil afturför í samgöngum innanlands. Algerlega út í hött. 

Þegar ég kem frá New York og tek rútu+leigubíl frá Keflavík tekur það mig léttilega 1,5 klst bara að komast í heimahús rétt hjá Kringlunni! Þetta er staðreynd.  

Svo tek ég undir orð þeirra sem vilja kosningu á landsvísu ef það á á annað borð að kjósa. En auðvitað er töluvert rugl að vera að gera pólitískt mál úr þessu, er í raun skipulagsmál á landsvísu, flugvöllurinn er afar hagkvæmur fyrir innanlandssamgöngur og í raun ómissandi fyrir Ísland allt. Flutningur vallarins á að heyra undir skipulagssérfræðinga, enda lógískt mjög að hafa hann á sínum stað.

Það sem þarf er almennileg samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni, stækkun á flugstöðvarbyggingum, bættri aðkomu bíla og að kúpla strætó beint fyrir framan flugstöðina.  Í Vatnsmýrinni.


mbl.is Vill láta kjósa á ný um Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Veffari. 

 Mikið rétt hjá þér.  En málið er aðeins flóknara.  Pólitík á ALLS EKKI að ráða staðsetningu flugvallarins heldur hagsmunamál þjóðarinnar, flugrekenda, samgangna og farþega og síðast en ekki síst FLUGÖRYGGIS.  Eingöngu faglega sjónarmið eiga að ráða þessu, ekki politíkusar.  Það væri svakalegt tjón til framtíðar ef hann verður eyðilagður.  Flugmenn eru á einu máli um þetta út frá öryggis- og flugtæknilegum sjónarmiðum.  Þetta má ekki gerast.  Betri byggð MEÐ flugvelli.

Matthías Arngrímsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Ég er svo innilega sammála því að stjórnmálamenn eiga enganveginn að ráða því hvar flugvöllurinn sé. Það eru að sjálfsögðu sérfræðingar, skipulagsfræðingar, hagfræðingar, verkfræðingar svo eitthvað sé nefnt.

Þeir eru allir á sama máli um það að flugvöllurinn er á mjög óhagkvæmum stað.

Ólafur Guðmundsson, 2.9.2008 kl. 15:12

3 Smámynd: Frosti Heimisson

En það væri samt óskandi að þeir hlustuðu á raddir þegna sinna... enda hafa síðustu kannanir sýnt bæði hjá borgarbúum og landsbyggðarfólki að flugvöllurinn skuli áfram vera í Vatnsmýrinni.

Frosti Heimisson, 2.9.2008 kl. 15:33

4 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Ég treysti stjórnmálamönnum betur að finna staðsetningu á flugvellinum heldur en einhverjum skoðanakönnunum.

Ólafur Guðmundsson, 2.9.2008 kl. 15:48

5 Smámynd: Frosti Heimisson

uhh... fannst ég lesa úr síðustu færslu að stjórnmálamenn ættu engan veginn að ráða því.  Ég á bara benda á að meirihluti kjósenda, bæði borgarbúar og landsmenn vilja hafa völlinn áfram þar sem hann er.  Ég er þess fullviss að það er hægt að breyta honum (t.d. stytta til muna norður/suðurbrautina og fá þannig fullt af svæði til ráðstöfunar.  En völlurinn á ekkert erindi burtu, það er flestum ljóst (nema kannski borgarfulltrúum).

Frosti Heimisson, 2.9.2008 kl. 15:58

6 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Enda er ég er alls ekki að mælast til þess að þeir ráði því hvar flugvöllurinn sé. Ég treysti samt sem áður þeim betur heldur en skoðanakönnunum.

Ég vil benda hér á skýrslu sem gerð hefur verið um flugvöllinn.

Ólafur Guðmundsson, 2.9.2008 kl. 16:10

7 identicon

Nokkrar spurningar/hugleiðingar um flutning flugvallarins til Keflavíkur:

Þetta er meira til þess að vekja til umhugsunar því ég hef aldrei séð þetta koma upp í umæðunni en það væri gaman ef einhver er til í að reikna eftirfarandi:

1. Ef innanlandsflug verður fært til KEF lengist flugtími um nokkrar mínútur á hverjum legg. Hversu margar eru þessar mínútur? 7-10 mínútur eða? Aksturstími til og frá flughlaði og út á flugbraut verður alltaf talsvert lengri en í Reykavík. Ætli megi reikna með auka 3-5 aukamínútum þar? Hversu mikið ætli minnki nýting flugvéla og áhafna við þetta?

2. Hversu miklu meiri verður eldneytiseyðslan en ef lent er í Reykjavík, á t.d. annars vegar á F-50 og hins vegar á Dash 8 (Ernir) vegna þessa lengri flugtíma? Þá er ég að tala um á hverjum legg. Hvað eru þetta mörg kíló eldsneytis og miðað við núverandi eldsneytisverð hversu mikill er kostnaðurinn á hverja ferð? Hversu mikill er kostnaðurinn á ársgrundvelli miðað við núverandi innanlandsáætlun? (Flís, Ernir)

3. Ef innanlandsflug verður fært til KEF og enginn annar völlur verður byggður þarf að nota SAK, VEY eða AEY sem varavöll. VEY að sjálfsögðu afleitur kostur. Hversu mikið kostar það á hverja ferð að bera þetta viðbótareldsneyti? Hvað kostar það á ársgrundvelli miðað við núverandi innanlandsáætlun?

4. Miðað við lengri flugtíma og meiri fjarlægð til varaflugvallar, hvað má búast við því að arðhleðsla minnki mikið annars vegar á F-50 og hins vegar á Dash 8 (Ernir)?

5. Miðað við ofangreint (varavöllur á SAK) má reikna með því að þeim tilfellum fjölgi mjög að taka þurfi eldsneyti úti á landi. Hver ætli aukinn kostnaður sé við það að þurfa að aka eldsneytinu frá löndunarhöfn (Akureyri/Reykjavík) og út á land? Hver ætli sé kostaðurinn við að bera eldsneytið í flugi?

6. Hversu miklu meiri verður heildarmengun frá innanlandsflugi miðað við ofangreint?

Þetta á að sjálfsögðu við áætlun og flugvélar beggja innanlandsfélaganna enda set ég Erni innan sviga.

Þarna á eftir að hugsa til þess vinnutaps og kostnaðar við flutninga farþega milli KEF og REK sem yrði þegar skyndilega verður ófært á einhverjum áfangastaðnum. Fólk komið til KEF og sífellt verið að setja flugið í athugun.

Áhugamaður (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 16:44

8 identicon

But Olafur, what would be your opinion if wouldn´t have stayed in Seydisfjörd this summer ?  I am sure you would have liked to design some house in Vatnsmýri if you were offered.  No double moral here Ólafur.   The airport is a lýti on Reykjavík which needs a more concentrated population.  Have you ever driven east-west in the mornings and afternoon during busy school days. Now if all the Uni people would live in Vatnsmyri we wouldn´t have these problems. In other blogs you are arguing against bílaborg Reykjavík. You have to be more consistent, coherent, uniform, translucent and ethical in your contractual, submersal, electoral writings.

Back to soloing 


Fripp

Robert Fripp (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 21:51

9 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Helstu haldbæru rök gegn Vatnsmýrarflugvelli eru að

1) Þar sé verðmætt byggingarland. En þau rök eru tóm vitleysa. Af hverju? Jú af því feikinóg byggingarland er -og hefur verið til staðar um alla borg. Það hefur verið farið illa með það byggingarland og það mun verða farið illa með landið í Vatnsmýrinni hvort eð er. Þegar borgarskipulagið kemst á það stig að geta staðið undir nafni, en ekki úthverfa-draslskipulag, þá er hægt að byrja að nota þessi rök.

2) Sagt er að Vatnsmýrarsvæðið styðji miðbæinn. Það er rökleysa líka sem ég hef áður bloggað um. Helstu punktar eru þeir að of langt er á milli hverfanna, þau aðskilin með hæð og tjörn og að auki er nýleg hraðbrautardella sem sker svæðin í sundur. Vatnsmýrin verður ekki byggð sem borg heldur úthverfafyrirbæri eins og reglan hefur verið síðan eftir seinni heimsstyrjöld. Reykjavík er borg í eiginlegum skilningi innan Rauðarársstígs og Hringbrautar. Hitt er að mestu úthverfaskipulag með ótal skipulagsslysum í hrærigrautum upp um holt og hæðir. Í þessum úthverfum ar er varla hægt að fá strætó til að virka svo vel sé!

3) Þá eru rök með slysahættu. En staðreyndin er að líkurnar á slysi eru svo litlar að þær réttlæta ekki flutning vallarins. Flug er einn öruggasti samgöngumátinn þó allt sé fræðilega mögulegt. KeflavíkurVEGURinn t.a.m. hefur kostað tugi mannslífa á nokkrum áratugum, við skulum vona að breikkunin minnki eitthvað þann toll.

 4) Þá eru eftir rök með hávaða frá flugvélum. Þau rök eru gild og góð. En margir sem ég kannast við og búa í aðflugsleiðum vallarins eru löngu hættir að taka eftir fluginu. Ég bý á Manhattan þar sem stöðugt flug stórra farþegaþotna er yfir höfði, í aðflugi að völlunum þremur og ég tek líka lítið sem ekkert eftir júmbóþotunum rétt yfir. Sumir venjast þessu alls ekki og spurning hvor á að fytja eða hvort hægt sé að dempa hávaðann með betri glerjun húsa, og að nýr flugfloti stigbæti þetta vandamál.

Fámennir hópar munu græða á byggingum í Vatnsmýrinni og kannski eru það helst þeir sem sjá sér gróða sem vilja flytja völlinn. Meðal þeirra eru sjálfsagt einhverjir skipulagsfræðingar, arkitektar og verkfræðingar, en alrangt er hjá nafna mínu að ofan að halda fram að þeir séu allir á því að færa völlinn. Hagfræðingar eiga heldur ekki að koma nálægt þessu, enda er hagfræðin of teygjanlegt fag og margir hagfræðingar, s.s. Milton Friedman óttalegir bullukolla þeoristar. Held þó að flestir byggingar/skipulags verkfræðingar (sem ekki sjá sér persónulegann gróða í þessu byggingarlandi) sjái í hendi sér að flutningur vallarins samræmist ekki þeirri rökhugsun sem felst í verkfræði almennt.

Reiknidæmin eru einföld og mótrökin veik.

Ólafur Þórðarson, 2.9.2008 kl. 22:29

10 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Það hefur komið út skýrsla um þetta og hún mælir eindregið með því að flugið verði flutt úr vatnsmýrinni. Ég tek meira mark á þeim heldur en moggabloggurum.

Ólafur Guðmundsson, 3.9.2008 kl. 11:41

11 Smámynd: Sturla Snorrason

Ég vil benda á bloggfærsluna mína: Flugstöðin verður heimsmet í klúðri.

Ég er sammála öllum rökum veffara með flugvellinum, en samgöngumiðstöð sem aðal rútustöð er tóm þvæla, því hún kallar á að um 70% farþega er ekið vestur miklubraut sem er yfirlestuð og svo sömu leið til baka í rútum. Það væri hægt að stytta vegalengdina fyrir flesta um 10 km.

Sturla Snorrason, 3.9.2008 kl. 22:38

12 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er endalaust flæmi af skýrslum um alls kyns hluti sem svo reynast byggðar á röngum útgangspunktum. Það er hægt að kaupa sér kannanir í dag, mikið notað í fréttum vegna flokkafylgis sem gagnrýni etc. Umræðuefnið snýst um málefnin sjálf, ekki hvort menn í samræðunum séu ómarktækir af því þeir eru "moggablogarar."

Flutningur vallarins hefur breyst í populista hitamál sem byggist á þeim forsendum að ákveðnir aðilar sjá sér hag í að knýja þetta fram. Sjá fyrir sér skyndigróða í lóða- og byggingarbraski. Flestir sem taka svo undir eða eru á móti án þess að pæla mikið í þessu, eða einblínir á einn afmarkaðann þátt í stærri mynd. Enn aðrir mikla fyrir sér útópíu, sem á endanum mun verða eins og kaðrakið sem dreift er um alla borg eftir 1950 eða svo. 

Stærri myndin hjá mér er þetta: Að viðhorf Reykvíkinga til landsbyggðar er oft það að "menn eigi bara að hætta þessari vitleysu og flytja til Reykjavíkur." Á þeim grundvelli er ekkert sjálfsagðara en að leggja niður innanlandsflugið með því að færa það til Keflavíkur. Ekki í fyrsta skipti sem fordómar eru neikvæð sprauta í þjóðfélagið.

Hvalfjarðargöngin styttu keyrslu norður sem svarar Hvalfirði. Flug til Keflavíkur er að bæta nokkrum "hvalfjarðarleiðum" við hvert einasta flug! Það er enginn hagræðing í því nema að hugarfarið sé einmitt að manni sé skítsama um landsbyggðarfólk. 

Ólafur Þórðarson, 4.9.2008 kl. 03:20

13 identicon

Hi Olafur

you should sleep during nights

Fripp (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 07:07

14 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Dear Fripp. Who has time to sleep at night?

There is work to be done! 

Ólafur Þórðarson, 4.9.2008 kl. 08:14

15 identicon

Ólafur , please take a look at my speech here http://robertfrippspeaks.com/frippvideos.html.  The second video has the theme "get out of bed".   In order to achieve something, achieve your aim, you need to "get out of bed".

Robert Fripp (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 15:30

16 Smámynd: Frosti Heimisson

Þessi skýrsla sem þú vitnar í Ólafur segir nákvæmlega ekkert annað en að það megi skoða aðrar staðsetningar fyrir völlinn en að Keflavík sé einfaldlega of langt í burtu frá höfuðborginni til að borga sig.  Réttara væri að flytja millilandaflugið til borgarinnar en hitt (hefur verið gerð skýrsla um þetta?? - nei!).  Það eru tveir möguleikar í stöðunni skv. skýrslunni:  Hólmsheiði sem fellur um sjálfa sig vegna óstöðugs veðurfars og nálægðar við vatnsból Reykjavíkur og svo Löngusker sem eru reyndar skemmtilegur kostur þar sem engum hefur hugnast að leggja í þá landfyllingu til að fá verðmætt byggingarsvæði... pældu í því.  Þannig að... á endanum er einfaldast og hagkvæmast að hafa hann á sínum stað og íhuga frekar að fylla upp í Reykjavíkurtjörn eða leggja í landfyllingu til að fá verðmætt byggingarland... þá þegar þörf verður á því.

Frosti Heimisson, 5.9.2008 kl. 21:28

17 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já það þótti mér einkennilegt að opinber skýrsla væri að mæla með flutningi vallarins.  Var búinn að niðurhlaða skýrslunni en ekki tími í að lesa vegna anna.

Ég er auðvitað sammála að flytja flugið frá Keflavík til Reykjavíkur  

Ólafur Þórðarson, 6.9.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband