Þjóðfélagsparanojan komin á hátt stig.

Ég segi nú eins og er að ef lögreglumaður keyrir svona í unglingsstrák vegna búðarhnupls, þá er búðarþjófnaðarparanojan komin á of hátt stig. Prins Póló eða hverju var stolið (?) er ekki þess virði að lögga keyri í strákinn og að mér sýnist negla honum í kælinn sem er þarna vinstra megin. 

Þjóðfélagsparanojan er á afar háu stigi, í stíl við braskaraumræðu almennt og hræðslu við missi á hámarksgróða. Kannski er paranojan að ná sama stigi og hún er í USA. Mér líkar illa við svona yfirvaldsofbeldi rétt eins og mér líkar illa við þjófa eða ræningja. Veit ekki um málsatvik eða hvað á undan myndbandinu gekk eða hvað lögreglumaðurinn hefur um þetta að segja. Eða hvort strákurinn hafi verið með skæting. Það er skýrt að þessi lögreglumaður hefði getað haldið skapi sínu og leitað betur á stráknum ef grunur léki á þjófnaði. Góðir lögreglumenn eru einmitt þeir sem hafa mikla þolinmæði til að leysa úr málum og hafa sig ekki um of í frammi, en beri skynbragð á hvenær eigi að láta til skarar skríða. 

Hvað skeði rétt á undan þessu atviki? 

 

Maður fer í búð í dag og við útidyr er manni ekki endilega þökkuð viðskiptin, heldur er efldur maður/vörður tilbúinn að taka mann. Eigendur í raun að segja að viðskiptavinir séu vondir.  Segi bara að þetta sé dónaskapur gagnvart næstum öllum kúnnum. 

Í New York er maður skikkaður til að skilja töskur sínar sína eftir hjá dyraverði í fjölmörgum búðum. Eins og þeim sé eitthvað treystandi fyrir eigum manns? Mitt prinsipp er einmitt það sem mágur minn Mummi sagði einu sinni: "Að ekki treysta þeim sem eru að þjófvæna þig," þeir eru sjálfir mestu þjófarnir.

Ekki versla við búðir sem þjófvæna þig!

Svo langt hefur það gengið að maður eyðir 100,000 kalli í búð og svo er leitað á manni við útidyr af því maður er stimplaður þjófur af óskiljanlegum ástæðum eða af því eitthvað leitartæki er gallagripur. Þvílíkir kjána-viðskiptahættir. Einu sinni var ég með kornunga dóttur mína í bakpoka og dyravörður í búð heimtaði í þrígang að ég tæki af mér bakpokann og skildi eftir hjá sér. Ég kvað nei við í hvert skipti. Hann efldist í ágengni gegn mér en skildi hvers lags bjáni hann var þegar hann loksins rak augun í barnið.  Hann tók mig ekki hálstaki sem betur fer, heldur baðst afsökunar og hleypti mér inn. Ég keypti ekkert og þótti þetta frekar asnalegt og gróft. Hvað ef ég hefði bara verið með tösku fulla af peningum? Eða tösku með hlutum sem væru mér ómetanlegir? En mér þykir þetta líka gott einkenni á búðarþjófnaðarparanoju. Það eru víst starfsmenn sem stela líka. Veit ekki með eigendurna; eru ekki bara allir undir grun þegar við erum komin á þetta stig? 

Kveðja frá Seyðisfirði.  


mbl.is Lögregla fer yfir atvik í 10/11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Takk fyrir það Micha og innlitið ;-)

Ólafur Þórðarson, 27.5.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Jamm...what happened to "the customer is always right"???  tsk, tsk... heimur versnandi fer.

Róbert Björnsson, 27.5.2008 kl. 17:41

3 identicon

Hehe. Verð að segja ykkur frá einu.

Ég fór oft í verslun eina í Reykjavík, stórmarkað reyndar, þar sem ég hafði alltaf á tilfinningunni að verið væri að fylgjast með mér og jafnvel að ég væri elt "svo lítið bæri á". Eða þannig.

Þar sem frænka mín var að vinna í grænmetisdeild þessarar sömu verslunar, sagði ég henni frá þessari tilfinningu minni og lét þau orð falla að annað hvort væri ég eitthvað rugluð og þetta væri ímyndun í mér eða þá að ég væri kannski svona grunsamlega þar sem ég ætti stundum erfitt með að gera það upp við mig hvað ég ætlaði að kaupa, svo ég færi svona fram og til baka á milli þeirra hluta sem ég væri að spá í.

Frænkan fór að skellihlægja og sagði að þetta væri engin ímyndun í mér. Starfsfólkinu væri sagt að líta á alla viðskiptavini sem mögulega þjófa og elta þá sem þættu grunsamlegir.

Þar sem ég tel mig stálheiðarlega og mundi aldrei detta til hugar að stinga einhverju á mig..... sem ég er ekki búin að borga fyrir....þá hef ég nú alltaf lúmskt gaman af því þegar starfsfólk verslana byrjar að elta mig "svo lítið beri á"...eða þannig. Gerðist síðast í gær. ;)

Þórhildur (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 00:53

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já takk fyrir .það Þórhildur. Þetta starfsfólk er voða sniðugt. Bendir á okkur kúnnana sem sökudólga og staðreyndin er svo bara að 62% horfins varnings eru af völdum starfsfólksins sjálfs!

  • Employee Theft 44.5%
  • Shoplifting 32.7%
  • Administrative Error 17.5%
  • Vendor Fraud 5.1%

Ólafur Þórðarson, 4.6.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband