Farþegaflugið til Reykjavíkur, takk fyrir.

Nú hef ég talað um þetta í langann tíma, hér er síðasta færslan mín um að flytja farþegaflugið til Reykjavíkur. Vegna þess að það er aukið öryggi og mikil hagræðing í því.

Svo er ég ekki að skilja allar þessar brúarsmíðar á Keflavíkurveginum. Jæja, ég er meira sannfærðari um að flytja eigi flugið í Vatnsmýrina. Flugið er afar öruggt þegar eftirlitið er jafn gott og raun ber vitni. Keflavíkurvegur hefur verið slysagildra í öll þessi ár.


mbl.is Reiður út í þá sem bera ábyrgð á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem búa við Vatnsmýrina þola ekki einu sinni hljóðin í litlu rellunum sem lenda þar.  Ég bið alla sem lesa þetta að taka ekki af mér nætursvefninn.  Get ómögulega sofið nema heyra í þotunum að lenda á Sandgerðisvelli ;).

 En annars, hvað ætli það kosti að búa til almennilegan flugvöllu í Reykjavík????????? Það  hlýtur að teljast í  mannslífum þar sem það kostar hönd og fót að kaupa sér samverustaði í höfuðstaðnum :)

Skúlinn (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já til að vera trúanlegur í málflutningi þarf röksemdafærslur, ekki bara að eitthvað sé "tómt kjaftæði". Þess vegna setti ég upp þessa 6 punkta í linknum að ofan. Það er frábært að Vatnsmýrarvölur er á sínum stað. Ég vil fá að geta lent í Reykjavík en ekki Keflavík. Bæði er Keflavíkurvegurinn leiðindaleið og svo tekur það 1,5 klst að komast dyr í dyr, og það sitt hvora leiðina. 3 klst ferðalag út í Keflavík er tómt rugl, það segir sig sjálft. Stóru þoturnar eru afar öruggar og fljúga rétt yfir húsþökum um heim allann. Þegar ég setti upp sýningu í Ráðhúsinu tók ég ekkert eftir flugvélunum sem flugu rétt yfir. Í framtíðinni getum við gert ráð fyrir að þær verði orðnar mun  hljóðlátari.  Þeir sem ég þekki og búa við aðflugsleiðir segjast ekkert taka eftir fluginu. Spurning hvað stór hópur gerir það.

Ólafur Þórðarson, 10.4.2008 kl. 00:53

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já og ég vona að það fólk sem slasaðist nái sér að fullu sem fyrst. Það er mikið áfall að lenda í slysum, fyrir aðstandendur líka.

Ólafur Þórðarson, 10.4.2008 kl. 01:18

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það hefur kostað tugi mannslífa að hafa flugvöllinn í Keflavík í gegnum árin. Nú veit ég ekki hvað þau eru mörg, eða hvað margir hafa slasast eða slasast varanlega.

Að breyta Reykjanesbrautinnni í hraðbraut... tjah vonandi bætir það ástandið eitthvað. En miðað við sambærilega vegastrúktúra erlendis þá má gera ráð fyrir að það fylgi þeim líka stórslys. Sem sagt, spurningin er hversu mikið slysunum fækki, því hálka, þreyta, hraðakstur ofl eru enn þættir sem hverfa ekki. Og viðhaldsmál munu aukast til muna, sem og hraðakstur. 

Ólafur Þórðarson, 10.4.2008 kl. 02:01

5 identicon

Hvernig hafðirðu hugsað að taka á plássleysinu í Vatnsmýrinni. Nógu þröngt er nú inni á vellinum þegar 2 innanlandsvélar eru að fara þannig að ég tali nú ekki um bílastæðin sem rétt ráða við innanlandsflugið (og hluti bílastæðisins er ennþá ekkert nema möl). Það að auki sé ég ekki ljósin á Njálsgötu og hringtorgið á Suðurgötu ráða við alla þá umferð sem myndi skapast af þeim þúsundum sem væru á leiðinni erlendis ásamt öllum þeim sem væru að fara í innanlandsflug.

Ég bý í miðbænum, skammmt frá Tjörninni og er líka í skóla þar og get ekki tekið undir með þeim sem þú þekkir að ég taki ekkert eftir þessu. Rétt í þessu er einmitt að fljúga yfir vél. Sem er svosem gott og blessað, er bara ekkert viss um að það væri svo gott og blessað ef vélarnar væru enn stærri, enn fleiri og að lenda ennþá fyrr og ennþá seinna heldur en þær gera núna. Ég verð ekki fyrir óþægindum þar sem ég bý en verð fyrir þeim i skólanum og ég yrði án efa fyrir óþægindum heima ef vélarnar væru stærri og kæmu tíðar. Venjulega eru vélar í innanlandsflugi ekki að lenda neitt rosalega snemma á morgnana eða svo seint á kvöldin þannig að maður er ekkert að kvarta. Ekki einu sinni í skólanum þar sem þarf að stoppa kennslu meðan á aðflugi stendur og á það bæði við um Kvennó og MR (a.m.k í gömlu húsunum).

Er því mjög sammála að innanlandsflugið eigi ekki að færast út í Keflavík, enda væri það alger vitleysa bara vegna þess að það tekur lengri tíma að keyra út í Keflavík en það tekur að fljúga hingað frá Akureyri. Hinsvegar þykir mér fínt að hafa alþjóðaflugvöll í Keflavík en að sjálfsögðu þarf að laga og bæta veginn þangað og má alveg eins eyða peningum í það og að koma fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni. Vegurinn þarf ekki að vera slysagildra frekar en nokkur annar vegur á Íslandi, það er hægt að laga hann, ég hef fulla trú á því.

Ester (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég er með ákveðnar hugmyndir varðandi plássleysið. Held þær séu alveg frambærilegar. Og þær myndu leysa málið með skólann. Spurning hvort þær eigi að setja fram á kjaftabloggi. Svo held ég að Fokkerarnir séu frekar háværir og auðvitað er misjafnt hvað fólk tekur eftir þeim. Svo kemur upp annað sem er að gera má ráð fyrir að vélar verði hljóðlátari með tímanum og það er alveg klárt mál að erlendis (flugvélar fljúga jú lágflug yfir borgum um allann heim) er verið að banna hávaðasömum þotum að lenda á ákveðnum völlum.  Verið er að taka úr umferð hávaðasamari eldri þotur. 

Það getur líka verið að ég sé orðin svo vanur borgarskarkala að ég hafi bara annan vinkil á þetta mál. En ef menn á annað borð vilja búa í borg þá er nauðsynlegt að viðurkenna að samgöngumiðstöð er EKKI best staðsett 50 km í burtu frá borginni. 

En varðandi tímann, þá kom ég til landsins í Mars og tók rútuna og leigara til og frá Keflavík. Það var einhver snjókoma aðra leiðina en ekkert sem hafði áhrif á hraðann. Háleiti er frekar miðsvæðis á Höfuðborgarsvæðinu. Frá því ég stóð í dyrunum á  Leifsstöð og stóð í dyrum heimahúss í Háaleiti voru: 1,5 klst.

Það var sami tími á leiðinni  út á Keflavíkurvöll: 1,5 klst. Það er mun lengra en tekur mig að komast frá Manhattan til JFK. Og mun lengra en mig grunaði áður. Menn skulu ekki halda að hraðlest stytti þetta það mikið, þrátt fyrir allt þarf að bíða eftir lestinni líka og leigaranum. Keflavík er staðsett óvenju langt frá því borgarsvæði sem völurinn á að þjóna. Gott ef Keflavík er ekki nálægt heimsmeti í fjarlægð. 

Ég skil vel að ef þú ert á eigin bíl og keyrir frá Hafnarfirði til Keflavíkur að þá er ferðin ekki nema helmingur af þessu. Ef hámarkshraði yrði færður í 125 km/klst þá styttist tíminn enn meir. Við verðum líka að vega og meta fórnarkostnað, ónæði og hvað er praktískt. Ónæði er ekki bara í formi hávaða heldur líka í auknum ferðatíma. 

Ólafur Þórðarson, 10.4.2008 kl. 12:34

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég hef líka margoft tekið tímann frá gatnamótum Kringlumýrabrautar/Miklubrautar til Keflavíkur og það er nokkuð stabílt í kringum 45-50 mínútur. Yfirleitt hef ég farið um eftirmiddaginn. Og ég keyri á löglegum hraða (ok, ég er voða sökker).

Ætli það megi ekki gera ráð fyrir að langflestir túristarnir fari hina leiðina, sem er: Taxi+Rúta: 3 klst. Hvað eru það margir á ári? Kannski hálf milljón eða eitthvað svipuð tala og fer þegar í innanlandsfluginu? 

Lega Reykjavíkur og staðsetning Vatnsmýrarinnar innan borgarinnar gerir það að verkum að hún hentar mjög vel sem staðsetning fyrir samgöngumiðstöð. það þýðir ekki að halda að aðkomuleiðir séu að eilífu brenndar í núverandi fyrirkomulag eða að bílastæði séu eitthvað vandamál sem ekki er hægt að leysa. Auðvitað er hægt að leysa bílastæðavandann, bara ekki eins og verið er að gera!

Það að flugvöllurinn hefur legið í salti áratugunum saman er einmitt ein ástæðan fyrir að ekki hefur verið hægt að skipuleggja svæðið almennilega. 

Gallinn er að tiltöluega fámennur hópur braskara sér fyrir sér stórgróða í lóðabraski í Vatnsmýrinni, en almenningur mun borga fyrir hagnað þessa hóps með aukinni óhagkvæmni í ferðalögum. Vatnsmýrin mun EKKI verða fyrirmyndar miðbær, svo mikið er víst enda þarf ekki annað en að skoða það sem hefur verið byggt á sl áratugum til að sjá að skipulagið er í algerum ólestri og löngu löngu úrelt.

Margt af því  nýjasta er meira að segja það al-versta sem hefur verið byggt í Reykjavík. Svo ekki gera ykkur grillur um að í Vatnsmýri muni rísa eitt eða neitt fyrirmyndar "miðbæjarhverfi".

Ólafur Þórðarson, 10.4.2008 kl. 12:55

8 identicon

Yrði þá málið með skólana leyst? Hvernig? Með því að færa tvo rótgróna miðbæjarskóla með mikla sögu úr miðbænum og í önnur húsnæði? Mér þætti það nú ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem stunda nám í þeim skólum og hafa valið það hluta til vegna þess að þessir skólar eru í miðbænum og því fylgir ákveðinn sjarmi. Báðir skólarnir kenna enn í gömlum byggingum sem eru vel með farnar og hafa sjarma.

Í Lima (Perú) tekur svona klukkutíma (til eða frá) að koma sér á flugvöllinn eða a.m.k 40 mínútur nema þú búir í hverfinu þar sem flugvöllurinn er þannig að ég held að íslendingar eigi ekkert heimsmet í vegalengdum. Gæti ímyndað  mér að það taki svipaðan tíma t.d í Mexico city sem er risastór borg. Þar að auki einsog hefur komið fram hér að ofan er íbúabyggð á höfuðborgarsvæðinu alltaf að færast nær Keflavík en alltaf lengist Hafnarfjörður og þar er endalaust byggt. Vatnsmýrin myndi t.d kannski nýtast í háskólabyggð ef flugvöllurinn yrði færður en ég vil þó hafa hann þar sem hann er vegna þess að ég og meðlimir í fjölskyldu minni fljúgum reglulega milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Ester (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 17:25

9 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Er ekki alveg að skilja þessa hugmynd þína Ester að færa til skóla. Eða hvers vegna það ætti að gera. Sýnist það vera óskylt umræðuefni sem ég er satt að segja ókunnugur. Hávaði af hreyflum og eldsneytismengun eru tvö megin vandamálin við flugvelli og þau er hægt að eiga við á ýmsann máta.

Jú, og Keflavík er ansi langt í burtu miðað við aðra flugvelli. Það er til skrá yfir þessar vegalengdir og Keflavík er með þeim lengstu í heiminum. Geri ráð fyrir að í Lima sé mikil umferð og ein klukkustund er töluverður tími, en miðað við 1,5 klst hvora leið, sem tók mig um daginn að komast til og frá Keflavík sleppur Lima nokkuð vel, ekki satt?

Tíminn sem það tók mig var svona: Stóð við anddyri Leifsstöðvar 6:55, kominn í anddyri í Háaleiti klukkan 8:30. Hér í var amk 20 mín bið eftir rútu og ámóta bið eftir taxa á BSÍ. Ef ég hefði tekið lest hefði ég líka þurft að bíða eftir lest, veit ekki hvort það hefði verið 30 mín bið?

Nú er svo skrýtið að milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur er um hálftíma keyrsla um auðnir. Þetta er afar ólíkt en í alvöru stórborgum, þar sem ástæður seinfarinna leiða er vegna mikillar umferðar. Ekki vegna þess að umferðarmiðstöðin er sett út á annes. 

Svo er vel hægt að hagræða í Vatnsmýrinni. Nokkrar skýrar lausnir myndu gera svæðið mun hagkvæmara en það er í dag, það vantar að yfirfara samgöngukerfið í Vatnsmýrini eins og það leggur sig, vandi þess er að mestu leyti í niðurníðslu og að ekki hefur verið fjárfest í þessum miðpunkti. Háskólahverfi hljómar vel, en ég efast um að þurfi meir en lítið brot af svæðinu til að gera almennilegt háskólahverfi, líka nóg af illa-nýttu landi um alla borg til þess. 50,000 manna háskóli í Bandaríkjunum tæki yfir 1/4 af þessu svæði -svona lauslega ágiskun. Spurning hvað menn eru að pæla eða ef háskólahugmyndin er tálsýn. 

Ólafur Þórðarson, 11.4.2008 kl. 02:56

10 identicon

Þessar otur eru mun hljóðlátari en skrúfvélarnar. Þegar þær lenda í Rekjavík tekur maður ekkert eftir þeim.  Ég hef búið viðflugvöllinn í 40 ár og þekki það vel. Þær hafa flogið rétt yfir hausnum án þess að maður heyri í þeim.

Lausnin er því einföld, millilandaflugið til Reykjavíkur og innanlandsflugið til Sandgerðis.

Örn Orrason (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 21:51

11 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég er ekki sammála þér , veffari. Ég get ekki séð hvernig alþjóðaflugvöllur gæti og ætti að vera staðstettur svo nærri miðbæ Reykjavíkur eða yfirhöfuð í Reykjavík. Hefur þú ekki séð eða upplifað traffíkina í Reykjavík nú þegar?? Hvernig heldur þú að það væri, ef fleiri þúsund í viðbót, væru að aka um göturnar í átt að flugvelli í Vatnsmýrinni, til að ná utanlandsflugi??? Vatnsmýrin og akstursleiðir að henni bjóða ekki einu sinni upp á þetta.... og þótt hægt væri að gera ráðstafanir þar að lútandi, þá væri verið að hrekja mannlífið í burtu frá staðnum, því enginn vill búa við hliðina á stórum alþjóðlegum flugvelli.....

Er hins vegar sammála þér um það, að þarna á að vera flugvöllur. Lítill, eins og hann er, innanlandsflugvöllur, sem hægt er að notast við í neyð fyrir annað. Hann er mikilvægt tæki fyrir sjúkraflutninga líka, og ég held að hann hafi þjónað sínu ágætlega og engin slys hafi orðið af því að hafa millilandaflug í Keflavík.

Lilja G. Bolladóttir, 17.4.2008 kl. 05:32

12 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Það sem ég á við, að engin slys hafi orðið við það að hafa flugvöllin í Keflavík, er það, að auðvitað hafa gerst slys á Reykjanesbrautinni, en það er ekki hægt að kenna staðsetningu flugvallarins um það.... frekar Vegagerðinni. Hitt væri alveg eins og ætla að kenna ákveðnu bakaríi um að vera staðstett þar sem það er, bara vegna þess að til þess að komast í þetta bakarí, þurfi fólk að fara yfir ákveðna götu, og þar hafi oft gerst slys..... Ekki bakaríinu að kenna heldur frekar óvarkárni fólks eða lélegum götumerkingum á leiðinni..... skilurðu??

Lilja G. Bolladóttir, 17.4.2008 kl. 05:38

13 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Gott er það að þú ert ekki sammála kæra Lilja. Það gefur umræðu tilgang. Nú er það svo að umferðarflæði í Reykjavík mun líta töluvert öðruvísi út eftir 30 ár, hugaðu að því þegar þú ímyndar þér þúsundir fara til og frá flugvellinum. Þú ættir að prófa að upplifa umferðarteppur eins og hér í BNA. Ég hef verið stopp í 1-2 klst samfleytt og það telst næstum eðlilegt, í ferðum á hraðbrautum. Þannig að tal um umferðarteppur í Reykjavík er kannski vegna þess að fólk er ekki vant smá töfum. Teppurnar gerast af því allir fara í/úr vinnu á sama tíma og hver á sínum bíl.

Já það getur nefnilega verið grautfúlt að sitja í bíl og það gildir líka um Keflavíkurleiðina sem tekur mann allt að 1,5 klst aðra leið ef þú tekur taxa og rútu. Það gerði ég fyrir um mánuði síðan. Sannreyndi það tvisvar. 

Áhugavert dæmið um bakaríið. Við getum svo sagt eithvað svipað um barnaheimili og veg milli barnaheimila og íbúðarbyggða sem börnin koma úr. Þess vegna eru barnaheimiln einmitt sett inn í mið hverfin vegna þess að götur ERU hættulegar. Börnum OG fullorðnum.

Ég held þó að dæmið mitt um lestarstöðina sé nær miðpunkti umræðunnar frekar en bakaríið. Flugvöllur hefur nefnilega um margt sameiginlegt lestarstöð. Það myndi fáum detta í hug að miðstöð lestarsamgangna sé best staðsett yst á Snæfellsnesi frekar en yst úti á Reykjanesi. Miðstöð(var) almenningsamgangna er best staðsett sem næst miðju byggðar. Og soddan ser jeg det, mín kæra Lilja. Við þurfum að byrja að hugsa um borg sem borg, ekki eins og sveitabyggð, sem er annað (og fullgilt) konsept. Keflavík er fín fyrir fraktflug, eða aðrar lendingar en daglega farþegaflugið.

3 klst til og frá er jú ansi heimskulegt. 

Ólafur Þórðarson, 18.4.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband