Lyf eru ódýrari á Kúbu en á Íslandi.

Var (loksins) að horfa á Sicko. Þar í lokin fer söguhetjan með 911 björgunarsveitarmenn "hetjur" til Kúbu af því þeir fá ekki meðul sín eða sjúkraþjónustu borgaða í USA. Reality TV eins og það gerist best.

Þar kemur líka fram að lyf eru svo hlægilega ódýr á Kúbu að það má gera ráð fyrir að þau séu ekki nema brot af verðinu á Íslandi. Sjálfann grunar mig að samfara auknulyfjaframleiðendur frjálsræði í peningasölum, einkaleyfisbraski og öðru heilsukerfisbraski muni lyfjaverð snarhækka á árunum sem eru framundan. Það kemur til góða frekar fámennum hópi "útvaldra" peningamanna og verður væntanlega dáðst að í forsíðufréttum um "hækkandi verðbréf" eins og það sé bara ein hlið á því máli.

Hvað er þá það sem Kúba gerir rétt, sem Ísland gerir ekki rétt? Auðvitað er hollt og gott að bera saman við Danmörku og hin Noröurlöndin. Ég vil bara líka sjá borið saman við Kúbu. Eða kannski vilja "sumir" ekki gera það? Kannski spornar það við lyfjaverði í náinni framtíð? Í alvöru, getur ekki einhver sérfræðingurinn tekið saman verð á helstu lyfjum á Kúbu og Íslandi og borið þetta saman?

Eða enn betra: Getur Íslenska ríkið ekki gert heiðarlega tilraun og keypt lyf frá Kúbu þar sem þau eru nákvæmlega eins, en þá á spottprís? Það myndi aldeilis spara í kerfinu og gagnast þeim sem minnst mega sín. Getur ekki einhver sérfræðingur tekið saman verð á helstu lyfjum og hvað myndi sparast við að flytja þau inn frá Kúbu? Frjáls markaður í hnotskurn, góður fyrir alla. Ef rétt er með farið og lagabreytingar settar á sem sniðganga einkaleyfisokrara í þeim tilfellum sem það á við. Almenningi til heilla og til gríðarlegs sparnaðar fyrir þjóðfélagið. Sérstaklega þá sem minnst mega sín, þ.e. þá sem eru veikir að berjast við kvilla og sjúkdóma eða jafnvel sjálfann dauðann.

Spyrjið mig svo um góð ráð ef ykkur vantar þau! 

Bónusheilræði: Myndina Sicko er svo hægt að horfa á netinu, ókeypis.


mbl.is Lyf ódýrari hér en í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og með flesta geira hér á landi þá þarf einfaldlega að opna markaðinn almennt í stað þess að láta ríkið setja okkur hömlur. Með því að einfaldlega leggja niður tolla og leyfa frjáls viðskipti við erlend ríki myndi verðlag falla bæði þegar kemur að lyfjum og öðrum vörum. Einnig þarf að útrýma allri reglugerð um lyf, ég vil frekar borga minna og afla mér upplýsingar sjálfur og "taka áhættuna".  Ef ég man rétt þá er hækkar verðið vegna íslenskra leiðbeiningar sem þarf að troða í hvern einasta pakka, ætti að vera nóg að kaupa slíkar leiðbeiningar einu sinni og svo eru þær auðvitað aðgengilegar á netinu.

Geiri (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 16:39

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hvað viðkemur heilsukerfinu og lyfjakostnaði þá er margsýnt fram á að "markaðurinn" er alls ekkert að lækka verðið, heldur snar hækka það.

Nema náttúrulega við leyfum frjáls viðskipti við Kúbu og kaupum þaðan lyf á 1 kr sem annars kosta á Íslandi 1000 kr. Markaðurinn sem slíkur er margslunginn og alls ekert góði vinurinn nema rétt sé á spöðum haldið. Og þá þarf að sníða reglugerðir til að móta hann eftir þörfum almennings. Ekki öfugt.

Svo má líta á verðhækkanir sl. daga sem dæmi og sjá að aukið álag er ekkert einskorðað við ríkisálagnir. Síður en svo. Nauðsynjavörur eru nefnilega dýrari á frjálsum markaði. Lítið á húsnæðisverð. Og óþarfa ruslið selst ódýrara. En auðvitað er allur gangur á þessu.

Ólafur Þórðarson, 19.3.2008 kl. 17:00

3 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Er íslenska ríkið ekki ásamt USA og öðrum viljugum en með í viðskiptabanninu á Kúbu? En stóra málið er að Evrópusambandið er með viðskiptahindranir á unnar vörur en ekki hráefni. Gengum við ekki í EES til þess að fá að flytja út unnar vörur. Annars gildir lögmálið "aðeins ef það hentar mér". Þ.e. auðvaldinu.

Annað Veffari ertu ekki búinn að skipta dollurum yfir í gull?

Rúnar Sveinbjörnsson, 19.3.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég verð að segja að hugmynd mín með að kaupa lyf frá Kúbu er of góð til að frjálsi markaðurinn sætti sig við hana. Samt er hún í eðli sínu markaðsfrelsisprinsipp. Gildir jú einu hvort kúnninn sé kommi eða hommi, ekki satt? Svo er það svo skrýtið að sumir þeir sem vilja endilega lögleiða vændi og láta leyfa að selja konur eins og hverja aðra vöru, eru á móti því að versla við "komma" vegna einhverra furðulegra trúarbragða. 

 Já Rúnar þetta með gullið, það er ágæt hugmynd, ef ég ætti einhvera dollara til að skipta  myndi ég hugsanlega skipta yfir í svarta gullið. Besta langtíma fjárfestingin. 

Ólafur Þórðarson, 20.3.2008 kl. 00:55

5 identicon

En núna eru lyfjafyrirtækin með mismunandi verðlagningu eftir svæðum. Ef Kúba tæki það að sér að selja lyf handa ríkari þjóð þá myndi lyfjaverð þar líklega hækka. Ekki eru þeir að framleiða öll þessi lyf sjálfir?

En ég skil ekki af hverju þú ert svona fastur í Kúbu. Það er bara gott mál að geta pantað almennt á netinu án þess að Ísland þurfi að gera einhverja sérstaka samninga. 

Geiri (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 05:31

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sex?
Nota HTML-ham

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband