Hafnarstræti, menningarslysi afstýrt -?

Mér líkar afskaplega vel við að hætt sé að rífa 1/3 af Hafnarstræti eins og lagt var til í tillögu Skotanna.  Hafnarstræti er eina gatan sem má kalla heilsteypta borgar-götu á Norðurlandi. Niðurrif á þeim húsum er því eins konar menningarslys, mun stærra í sniðum en niðurrif Fjalarkattarins og afar vanhugsað. Að sjálfsögðu er hægt að nýta þessi gömlu hús og vera stoltur og ánægður með útlit, hlutverk og staðsetningu þeirra. 

 Hér má til gamans sjá tillögu mína í þessari skipulagssamkeppni Akureyrar fyrir nokkrum árum. Í stað sýkis sem sker Akureyri í tvennt lagði ég til að gera umferðartorg á svipuðum stað, sem innan um búðarkjarna væri strætó-, rútu- og leigubílacenter í kjarna bæjarins. Maður fer víst frekar á áfangastað í slíkum apparötum en gondólum.

Sýkið væri frekar auðveldlega hægt að skilgreina sem sýk-ingu eða jafnvel svöðusár í Akureyri. 

Allavega er nauðsynlegt að vera bæði uppbyggingarsinni og friðunarsinni á sama tíma. Frá sjónarhóli borgarskipulags er nýja menningarhúsið líka frekar veikt innlegg í miðbæinn, ef við ætlum að tala um að stækka miðbæinn sem slíkann. Þá á ég ekki við um starfsemina sjálfa eða hvort húsið sé flott, heldur hvernig það situr á miðju túni og það sem ætti að vera nærri í miðjum bænum. Menningarhús ætti að vera hluti af heilsteyptari götumynd til að fúnkera sem slíkt í fullum krafti. Og við hliðina á því önnur hús, s.s. kaffihús, verslanir, íbúðir, skrifstofur og þar fram eftir götum. En nei, við hliðina er bara grænt tún eins og uppi í sveit.


mbl.is KEA kaupir Hafnarstræti 98
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Sumir eru heitrúaðir verndunarsinnar - aðrir rifrildismenn. Við teljum okkur vilja fara bil beggja. Það er barasta svo erfitt að finna það bil.

Jón Sigurgeirsson , 19.3.2008 kl. 12:55

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Rif-rildismenn... góður þessi.  Ég er almennt séð upp-byggingarsinni. Vill vernda það sem fyrir er og annað hvort stækka, byggja við hliðina, utanum eða hliðra rétt smá.

Ólafur Þórðarson, 19.3.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband