Einkavæðing. Áríðandi tilkynning varðandi tannheilsu.

Hið Íslenska Tannlæknafélag Ehf og Candyman Group, samtök sælgætisframleiðenda, hafa tilkynnt samruna. Nýtt fyrirtæki Tann-out EHF hefur verið stofnað og stefnir á útrás og innrás. Tannáta er ekki aðeins skaðleg ímynd sælgætisframleiðenda, heldur veldur mikilli aukavinnu meðal tannlækna. Og aukinni einveru meðal barna þeirra. Til að sporna gegn tannátu hafa samtökin Tann-Out það til markmiðs að stefna að bættum kjörum tannátusjúklinga. Með sameiginlegu átaki mun tannátusjúklingum m.a. bjóðast afsláttur á tannviðgerðum gegn framvísun kassanótna fyrir sælgætiskaupum. Þeim mun meiri sælgætiskaup, þeim mun meiri afsláttur, allt að 4%. Sjá nánar smáa letrið. Þetta mun leiða til aukins sparnaðar meðal tannátusjúklinga og aukinnar hagræðingar fyrir þjóðfélagið í heild sinni í samræmi við tilskipanir frá alþjóðabankanum sem veit allt eins og Guð. 

Með stofnun samtakanna er gert ráð fyrir að auknar tekjur í þjóðarbúið verði á bilinu 1500-1650 miljónir. Skattgreiðslur til styrktar ríkinu munu nema allt að 300 milljónum árlega. Tann-Out mun veita styrk allt að  5 milljónum árlega til handa listamönnum sem annars væru vísir til að gagnrýna fyrirtækið. Markmiðið er jú að sýna fram á að einkavæðing heilbrigðiskerfiins myndi skila margföldum gróða á við þetta ríkisbákn! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband