Framtíðin er komin! DVD spilarar og tækni, leiðindatól sem gera mann úrillann!

Keypti ferða-DVD geislaspilara fyrir um ári. Nú er þetta rusl ónýtt. Fyrsti gallinn kom þegar hann neitaði stundum að spila síðustu kaflana á DVD diskunum. Ákaflega pirrandi. Svo nú um daginn fór skjárinn alveg. Framtíðin er hér! Allir í biðröð til að kaupa DVD!

Það versta við þessa DVD tækni er að maður þarf oft að horfa á einhverjar ömurlegar auglýsingar og of flókið eða bara hreinn ógerningur að spóla framhjá þeim. Maður kaupir þessa diska dýrum dómum og þeir eiga ekki að vera með auglýsingasorpi eins og einhver andsk. MBL.is Las Vegas blikk-forsíða. Hversu oft er hægt að heyra úrelta bankaauglysingu sem segir Gotti borðar Ost hjá Glitni eða hvað í fjandanum það er? Svo þegar myndin er loksins byrjuð að spila, þá á tækið til að hakka og leikarar breikdansa eins og Michael Jackson. Þetta var ekki í handritinu! Svo í lok myndinnar tekur ekki betra við. Þá fer DVD spilarinn yfir á eitthvað asnalegt "Þemasvæði" þar sem sama örstutta svuntuþeysa laglínan spilar aftur og aftur og aftur og aftur ENDALAUST eða þar til maður stekkur til að stöðva klikkunina, áður en maður fer endanlega yfir um og nær í haglarann eða sparkar helvítis DVD draslinu út um gluggann. Beint í haug af "framtíðartækni" rusli. Þessi leiðinda hjakk-galli er mun verri en með LP spilara frá 1970 sem voru ekki með sjálfkrafa nálar-armi og hjökkuðu í endafarinu endalaust. Nógu slæmt var það nú. Sölumenn í gamla daga uppgötvuðu sem betur fer ekki að hægt var að setja auglýsingu þar inn á endann á LP. Pælið í þessum hugarfarsbreytingum og lágkúrunni sem ríkir á sumum sviðum.

Ekki bætir úr skák að BANNAÐ er að spila Evrópska diska í USA og öfugt. Þetta er snarklikkað og stórgallað. Já, ég veit að hægt er að fara á netið og prógrammera eitthvað með hundakúnstum með fjarstýringu sem engin leið er að læra á eða finna út með. Stór gallað drasl þetta DVD rusl. Minna tækninnar vegna, en meira vegna söluskrums- einkaréttar- og stórfyrirtækjahundakúnstastæla peningasjúkra einstaklinga með hagræðingadellu að hagræða hvernig eigi að græða á því að gera ekki neitt. Svo ætla menn að einkavæða orkufyrirtækin á svipuðum forsendum? Gúdd lökk þarna á Íslandi, welcome to America!

Síðan ef maður er með VHS tæki til að taka upp af DVD, þá bannar tækið manni að taka upp af disknum, svo þessi möguleiki er afskrifaður þó maður vilji setja saman barnaefni á spólu fyrir barnið sitt. BANNAÐ að taka upp efni til einkanota! WTF?? Svo eru menn að segja að ríkið sé með höft og bönn? Kommon. Bönnin eru bara farin yfir í einkageirann. Þar eru bönnin búin til á fundum til að gróðasjúklingar fái að græða meira. Við erum komin með stefnið fram yfir fossbrúnina, kæru vinir. 

Ég er gáttaður yfir þessari vitleysu allri. Lífið versnandi fer og einhverjir græða á að skerða frelsi okkar hinna með truflunum og flækjum sem eru tómur tilbúningur manna með samkeppnissýki og peningavírus inn á heila. Það er ekki lengur einfalt mál að horfa á góða bíómynd, varla hægt vegna bilana.

Góða nótt. Er farinn að lesa bók. Framtíðin er í svoleiðis tækni og Guð blessi Gutenberg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernig var að fljúga í ókyrrðini frændi ?

örno (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Engin ókyrrð, gamli. Bara farið af stað upp í vindinn og svo fór flugvélin beint upp í loftið!
Var að  lenda, flott flug.  Vantaði bara þig til að tefla skák.

Ólafur Þórðarson, 28.1.2008 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband