Óska eftir útlitsmyndum af (nýjum) Laugavegi 4-6

Hvað kemur í staðinn? Hvar eru myndir af því sem koma skal? Það er engin leið að dæma nema sjá þær. Verður það gott eða vont? Ef þegar væri búið að rífa þessar nústandandi byggingar myndi málið ekki snúast um þær, heldur hvort nýjar byggingar séu nógu góðar fyrir Laugaveginn. 

Vegna sérstöðu Laugavegar, já eða borgarlífs almennt séð, þá er það ekki einkamál tilvonandi byggjenda sem hljóta jú að sjá hag sinn í góðri byggingu. Eða er ætlunin að fá peninga út úr þessu, one way or the other miðað við allt hitt í þessu blessaða þjóðfélagi. Spurningin er hvað er góð bygging fyrir árið 2008, í þessu umhverfi. Hvar eru teikningarnar?

Ég er í sjálfu sér alveg hlynntur því að byggja þarna, en það er ekki sama hvað það byggt verður. Hef ekki séð EINA viðeigandi eða góða nýbyggingu við Laugaveg, Stjörnubíósreiturinn er ljótur andskoti og passar inní hverfið eins og boli inni í Trabant og kýlir upp fasteignaverð enn frekar með rándýrum íbúðum. Eins og það megi við því? Kem til Íslands í næstu viku og ætla að leita betur á Laugaveginum að góðu nýhýsi, ég er vongóður mjög. En þá verðum við líka að skoða þetta mál sem einn af mörgum prófsteinum því plön eru um að byggja stórkarlaleg hús um allt svæðið. Meiri bákn en húsið á Stjörnubíósreit.   Plön eru um að rífa helling af húsum og vakna grunsemdir um hvort það sé viturt. Sjálfur sakna ég t.d. gamla stjörnubíóshússins, tel þau niðurrif mikil mistök. Anddyri Stjörnubíós sem farið var í með eftirvæntingu við að sjá kvikmynd og hitta kunningja hefur verið fjarlægt og í staðinn sett bílaport! Það eru hreinar afturfarir, ekki framfarir.

Allavega óska ég eftir myndum af því sem koma skal. Í allri umræðunni virðist það krefjast leitar. Þykir það furðulegt! Þá fyrst skal ég skella inn gagnrýni á nýja útlitið, hvort manni þykir það bæta götuna. 


mbl.is Skyndifriðun beitt á Laugavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hér er hægt að sjá tillögu frá Torfusamtökunum sem fela í sér endurbætur og hækkun húsana. Svo er bara spurning hvort þessi leið er möguleg eftir friðun húsanna. Allavega þá er þessi leið margfalt skemmtilegri en stórhýsið sem stefnt var að.

http://torfusamtokin.blog.is/blog/torfusamtokin/image/287135/

Laugavegur 4 og 6. Tillaga að uppbyggingu þar sem núverandi hús á lóðunum eru endurbætt og stækkuð með hliðsjón af upphaflegum stíl. Undir timburhúsunum er sýnd ný götuhæð með verslunarrými sem uppfyllir nútíma kröfur um lofthæð og aðgengi. Aftan við gömlu húsin gæti komið nýbygging sem tengdi þau saman og væri lítt eða ekki sýnileg frá götunni.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.1.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Úr því að ég er spurður þá er ég er búinn að sjá myndir af þremur leiðum í þessu máli. Tillögu þeirra sem ætluðu að byggja hótelið, hugmynd Torfusamtakanna sem ég vísaði í, og svo þá leið að gera húsin upp í núverandi stærð.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.1.2008 kl. 18:01

3 Smámynd: Torfusamtökin

Til að svara spurningunni hvort að tillaga Torfusamtakanna sé möguleg þrátt fyrir friðun, þá er svarið einfaldlega já.

Friðunin tekur til þeirra upprunalegu bygginganna á þessari lóð, skúrabyggingarnar eru ekki friðaðar og þess vegna væri hægt að byggja alveg nýtt hús á milli húsanna auk þess sem staðsettningin er heilög, það eru dæmi til um að friðuð hús hafi verið flutt til á lóðinni eða eins tillagan okkar, að lyfta þeim og byggja hæð undir. Möguleikarnir eru margir.

Torfusamtökin , 14.1.2008 kl. 20:03

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Takk fyrir að senda mér linka og myndir af lausnum sem hafa verið á döfinni. Nú ætla ég að melta þetta. En hver er þessi 3ja lausn?

Ólafur Þórðarson, 15.1.2008 kl. 02:03

5 Smámynd: Torfusamtökin

1. lausnin var að rífa húsin og byggja nýbyggingu. Hótelbyggingin

2. var tillaga frá athafnkonu sem bauðs til að endurbyggja húsin í upprunalegri mynd á sinn kostnað.

3. lausnin er tillaga torfusamtakanna um að nýta húsin sem hluta af nýbyggingu með því að lyfta húsunum og byggja hæð undir.

Fréttablaðið birti skoðannakönnun daginn eftir að tillaga að friðun kom fram, sem var á margan hátt villandi þar sem þriðju leiðina var "að byggð verði ný hús, sem taki mið af núverandi götumynd".

Vandamálið er þar sem byggingarnefndarteikningar fyrir Hótelið hafa þegar verið samþykktar af byggingarfulltrúa þá er sú leið ekki fær nema að til friðunar húsanna komi, eða að eigendur taki upp á því sjálfir að gefa frá byggingarmagn og endurvinna alla hönnun, sem verður að teljast ólíklegt.

Torfusamtökin , 15.1.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband