Lítil stúlka ræðst á afrakstur dagsins.

Undanfarið hef ég verið að vinna í arkitektateikningum og hönnun á ákveðnu húsi og prentaði út þær arkir sem mestu máli skiptu. Setti þær á vinnuborðið með pennum við hliðina til að skrifa inn á það sem mætti leiðrétta. Fór svo að viðra mig, búa mér til meira kaffi, þá út með hundana og svo út í búð að kaupa í matinn. Afsökun fyrir að fara og kaupa súkkulaði. 

Þegar ég kom til baka var dóttir mín Lilja búin að krota alveg helling á nokkrar arkirnar með trélitunum mínum. Vinnuteikningarnar orðnar að litabók, takk fyrir! Jæja, ég skoðaði gaumgæfilega það sem hún hafði gert og svei mér þá ef hún veit ekki betur hvað á að gera en ég. Hún er afkastameiri, það má hún eiga. Þarna sá ég að hún var búin að teikna rólóvöll inn á grunnmyndina og lita flest húsin á afstöðumyndini fjólublá. Ég kallaði í hana og bað hana að útskýra þetta fyrir mér. Þá benti hún mér á að rennibrautin væri teiknuð á heppilegum stað og best að hafa fullt af grasi, auk sandkassa og róla. Ekki nóg með það, geri ráð fyrir að þetta sé úr ráðningum á völundarhúsum, en hún hafði teiknað gönguleiðina í gegnum húsið með rauðum penna. Í háskólum hér er það kallað circulation diagram. 4. ára. Og húsið á mörgum hæðum.

Hliðarmyndirnar voru líka orðnar að listaverkum í anda mynda Paul Klee. Er ekki frá því að hér hafi komið nokkrar góðar hugmyndir. Vinnan batnar jú ef maður vinnur undir góðum verkstjóra sem kann handtökin. Þ.e. ef verkstjórinn hefur ekki farið á námskeið í verkstjórnun eða í sérskóla til síns starfa eða er upptekinn af hvort bindið passar við reimarnar á lakkskónum. Jæja, nú ætla ég að melta þessar viðbætur og innvikla þær að hluta til í næstu umferð. Enginn þarf að vita hvernig það kom til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband