Bjargvættur ársins.

Nú er árið liðið og tölvudótakaupin afstaðin í bili. Af öllu því víradrasli og stöffi sem keypt var þá stendur upp úr eitt tæki sem virðist slá öllu út. Það er lítill utanáliggjandi diskur sem rúmar allt okkar hafurtask. Og er á stærð við vasatölvu (reiknivél), ca 12cm langur og rúmur sentímeter á þykkt. Hægt að fara með í vasa hvert sem er, passar í USB tengi Windows og Macintosh án þess að nota straumbreyti, losar um rými á öllum tölvum. Hraðinn er nægilegur í flestar aðgerðir nema mjög stór skjöl. Eiginlega má segja að þetta litla $100- apparat sé orðið kjarninn í öllum tölvumálum enda vinnan fjölbreytt og óhægt að hafa efni dreift á fleiri en einum stað. Í raun losar þetta drif um þörfina á að eiga server. Í okkar tilviki.

LaCie Mobile 160GB

Nú hef ég sett til hliðar öll önnur klunnaleg utanáliggjandi drif utan eitt til að spegla þetta. Öll tölvuvinna fer fram á þessu drifi eða endar sett á þetta litla drif. Um daginn var ég að fara í gegnum stafla af gömlum hörðum drifum, það er einn kassi orðinn og ansi mörg kílóin og fyrirferðin. Þetta litla drif hefur u.þ.b. 1500 sinnum stærra geymslurými en fyrsti harði diskurinn á gamalli macintosh tölvu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já þú hefur byrjað um leið og tölvurnar komu. 40mb er ekkert smá geymslurými fyrir 1988. Þetta tölvudót minnkar svo stundum útbyrðis en stækkar sífellt innbyrðis.

Ólafur Þórðarson, 6.1.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband