Kaupæði drasl og notkunargildi

Oft er það svo að maður kaupir allsk hluti sem maður heldur að maður þurfi á að halda og svo notast þeir ekkert þar til þeim er fleygt árum seinna. Hér er um að kenna ýmsum þáttum, s.s. bæði hégómagirnd sem er meðfædd okkur og hvernig auglýsendur spila inn á hana og espa upp til að græða og brosa.

Barnakerrur eru eitt af þessum málum, við hjónin löbbum mjög mikið og góð barnakerra því nauðsynlegt apparat. Við höfum átt þær fjórar og misgóðar og með mismunandi hlutverkum. Sú ódýrasta hentar t.a.m. í flugvélina. Það dýra er ekki endilega betra og misjafnt hvað þarfirnar eru. En eftir að ég keypti þessa Chariot gerð þá hreinlega breyttist lífið í kringum barnauppeldið. Þessi kerra er ennþá notuð á 4. ára aldursári Lilju okkar, hægt er að breyta kerrunni í góða hjóla- eða hlaupakerru með nokkrum handtökum. Um leið og þetta var keypt var maður ekki fastur á heimilinu eða að drottast með hægfara kerrugarm, heldur var skyndilega hægt að hjóla, hlaupa eða fara í hraðar göngur í hvaða veðri sem er, jafnvel þó væru smá snjóskaflar. Svipað og að kaupa sér svona barnabakpoka fríar upp hendur og göngufæri, sem dugir upp að kannski 2ja ára aldri.

Með þessari kerru hefur það mikið breyst að hægt var að vera á hlaupaprógrammi og hjólaprógrammi meðan verið er að ala upp barn. Og er betra að sofa en einmitt þegar einhver er að keyra mann um? Nú erum við flutt innan Manhattan og orðið lengra í skólann. Það vill svo til að hjólastígur liggur beint héðan og niður í skólann hennar Lilju svo þá er tækifærið notað og 2-3x í viku næ ég í hana á hjólinu, ca 10km hvora leið. Annars er nefnilega spurning hvað maður myndi hreyfa sig á annað borð, best er að nota hreyfinguna sem hluta af ferðalaginu. Foreldrar sumir í skólanum horfa á mig stórum augum þar sem þeir mæta eins og venjulegt fólk í bílum að ná í börnin og það rignir úti og er rok, en það bætir nú bara og styrkir. Barnið vendað í kerruhylkinu hvort eð er. 

Það eru sumir hlutir sem maður kaupir sem nýtast mikið og vel. Hreyfingin er auðvitað nauðsynleg og réttu tólin fyrir hana er nauðsynlegt að kaupa. Góði bónusinn við hjólaferðirnar er ekki bara Íslenski fáninn frá afa á fánastöng, heldur mp3 nörda-gettóblasterinn, þar sem Ómar Ragnarsson syngur um Grýlu, Svanhildur um litlu andarungana og fleiri íslenskir tónlistarmenn óma úr kerrunni. Hef þó ekki enn fengið íslendinga á tal við mig vegna söngvanna, kannski þarf maður að hægja á sér? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé ykkur alveg fyrir mér, gaman að lesa þetta ...

Maddý (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 07:47

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góðar jólakveðjur yfir sundið!

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.12.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband