Græðgi og metnaður og markaðurinn og dagurinn og vegurinn

Það sér það hver heilvita maður að stórar afturfarir hafa átt sér stað á húsnæðismarkaðnum á Íslandi þegar verð á húsnæði margfaldast á örfáum árum. Greinilegt að kerfið nýja hefur heldur betur klikkað og ekki auðveldara að vera ungur að reyna að eignast húsnæði í dag en áður. Vaxtaskilyrði hafa versnað og húsnæðisverð keyrt uppúr öllu valdi af þeim aðilum sem hagnast best á því. Mér skilst að fullt af fólki sé í að borga og borga af þessum lánum og eru engu nær að eignast neitt.

Rakst svo á þetta á RÚV:

"Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar, hélt því fram þegar spáin var kynnt í dag að mikil hækkun á húsnæðisverði undanfarin ár hefði í raun verið leiðrétting á markaðnum. Ásgeir segir að undanfarið hafi fasteignaverð á landsbyggðinni hækkað meira en á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt greiningu Kaupþings er framboð á húsnæði mikið en hefur þó náð hámarki. Ásgeir segir að markaðurinn sé að breytast, græðgi muni víkja fyrir metnaði. "

Það er fyndin klisja þessi "leiðrétting á markaði" eins og markaðurinn sé eitthvað náttúrubarn sem var með gubbupest í langann smá tíma en litla skinnið er nú loksins læknað. Hvernig er hægt að ganga upp í svona klisjum? Þegar ég heyri svona talað um markaðinn dettur mér alltaf í hug orðið TRÚFRÆÐI og svo þarna orðið í síðustu setningunni: GRÆÐGI.

Það er eitt af lausnarorðum síðasta áratugar og ástæða þess að húsnæðisverð hefur hækkað. Ekki það að gamli vinurinn markaðurinn hafi rétt úr sér eftir að hafa hokrað of mikið eftir vindverki og gyllinæð kommúnistafífla. Húsnæðisverð er auðvitað tilbúið af markaðsöflum og keyrt upp úr öllu valdi af þeim sem mest hagnast á þeim gjörningi. Ekkert nýtt undir sólinni. Svo er safnað saman eignum og haldið í þær von úr viti í stað þess að selja þær á einhverju "undirverði" (þýð markaðsverði). Slömmlord eru hér í New York sem gera þetta. Þeir kaupa fasteignir, henda öllum út og þeir verstu láta þær sitja auðar eins og sviðin lík við götur þar til gróðahugsjónin sér ljósið. Með þolinmæðinni fæst monní. Á meðan grotnar annað niður, sem ekki er hægt að markaðssetja.

Þar fyrir utan er metnaður sem slíkur flókið fyrirbæri og ekki hægt að halda fram að græðgi víki fyrir metnaði. Metnaður birtist í allskyns formum og myndum, getur verið af hinu góða eða illa eða bara eitthvað allt annað. Oft er græðgin svo líka samofin ákveðinni gerð metnaðar eins og allir vita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Græðgi hvers konar hefur verið drifkraftur framfara síðan god knows when.  Við lifum ekki á grúski einu - því miður

Örn (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 09:10

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Græðgi hefur verið drifkraftur framfara?

 

Ólafur Þórðarson, 29.11.2007 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband