Andrúmsloftið er í hættu

Maður fer frekar varlega í þessu máli eins og öðru, En eitt get ég sagt og það er að frekar treysti ég vísindamönnum sem leggja ævistarf sitt að veði í þessu máli, en einhverjum sem eru að setja sig í fótboltalið með eða á móti og ræskja sig mannalega. Eða verja vafasama málstaði út af einhverjum útópískum markaðshugsjónum.

Thordarson copyright 2004Ég hef enga trú á að maðurinn hafi þessi "engin áhrif" á lofthjúpinn, hann svo sannarlega hefur gríðarleg áhrif á stóra hluta plánetunnar. Lítið á Ísland. Einu sinni trjám vaxið frá fjöru upp í fjöll. Menn að veiða í fjörðunum. Og hvað voru áhrif sauðkindarinnar, þó einhverjir bændur reyni að malda í móinn. Sauðkindur? Þær geta ekki hafa haft nokkur áhrif á svona, þær eru... Rofabörð á miðjum melum gefa til kynna dýpt jarðvegs eins og hann var. Ef landið er örfoka eftir þennan stutta tíma frá landnámi, af hverju ekki skemmd á lofthjúp með margra milljón sinnum meiri pústi og látum? Standið við Ameríska hraðbraut og andið djúpt að ykkur óþverranum sem berst þaðan í þvílíkum mæli að maður kúgast. Fólk forðast að búa nærri þeim af skiljanlegum ástæðum. Ökumenn keyra og sitja klukkustundum saman í þessari vibbaræmu og skilja svo ekkert í af hverju krabbamein eru svona algeng.

3 stórar farþegaþotur lenda eða taka á loft hér í New York á hverri einustu mínútu. Allann ársins hring. Áratug eftir áratug. Eftir hvern einasta dag er mikið mistur yfir öllu eftir öll lætin. Við sólarlag fer ég stundum út að Hudson ánni og sé að sólargeislarnir skína í gegnum verksmiðjureykinn sem virðist byrja að púa út fyrir alvöru um leið og fer að rökkva. Það sem maður sér ekki er ekki til. Eða þannig sko. Hér er mynd sem ég tók af sólsetri þar sem ég fer oft í göngutúra, hér í fjármálahverfinu. Þarna sést þotuskýjafarið yfir Newark vellinum.

Sígarettuframleiðendur og asbestos framleiðendur börðust fram í rauðann dauðann með auglýsinga og áróðursherferðum til að reyna í krafti fjármagns að knésetja þá sem fundu út það sem rétt var. Að sumt drepur okkur. Þrátt fyrir þá staðreynd að McDonalds, pizzudraslið og annar ámóta skyndibitamatur er einstaklega óhollur, þá er þetta rusl með gríðarlega auglýsinga og markaðshlutdeild. Og vel varið af þeim sem þrífast á slíkum eignum.  

Af hverju er ekki andrúmsloftið viðkvæmt eins og jarðvegur, fiski- og dýrastofnar? Við mannskepnan höfum mikil áhrif á sjóinn með allskyns hlutum, t.a.m. kvikasilfri, af hverju væri ekki andrúmsloftið viðkvæmt líka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Markaðsöflin dæla ógrynni fjármuna til vísindasamfélagsins. Það er góð auglýsing. Í staðinn vilja þau svo fá að hræra sitt eitur-og drullumall í friði.

Þegar vísindasamfélagið er farið að birta váleg tíðindi um afleiðingar spilliefna þá rísa PÓLITÍKUSAR upp og mótmæla.

Þegar stjórnmálafræðingar eru farnir að ræða um loftlagsbreytingar og véfengja vísindastofnanir með sérþekkingu er mér alltaf nóg boðið.

Ég sé fyrir mér viðbrögð Hannesar Hólmsteins ef Þór Jakobsson veðurfræðingur færi að rífa niður kenningar Adams Smith og Miltons Friedmans!

Árni Gunnarsson, 25.11.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband