"Nafnleysingjar og álíka skítseyði!" -Nafnleysi er ekki vandamálið, heldur innihaldsleysi, froðusnakk, sjálfhverfa og hroki.

Varðandi notkun höfundanafna.

"Nafnleysingi" er ekki vandamálið, heldur innihaldsleysi, froðusnakk, sjálfhverfa og hroki.

Er það tilviljun að þeir sem hamast hvað mest á móti "nafnleysingjum" eru jafnframt þeir sem eru hvað mest uppteknir af sjálfum sér og iðnir við að einmitt leyfa EKKI athugasemdir á sínum síðum? Eða eru duglegastir við að vinsa út og fjarlægja athugasemdir sem hentar ekki þeirra skoðunum? Þetta hugarfar fer jú saman. Margir þeirra sem af mestum æsingnum hafa úthúðað og verið með fordóma og furðulegann hroka gegn fólki sem skrifar undir höfundarnafni, vilja helst tala TIL lesandans án þess að hlusta. Opnasta umræðan fer nú reyndar fram undir nikkveldi www.malefnin.com vegna þess að þar eru einstaklingar ekki kjöldregnir af valdaklíkum og Gróu gömlu. Og þó, sá sem stofnaði þá vefsíðu var tekinn fyrir í fjölmiðlum og hótað öllu illu.

Svo er áhugavert líka að sumir þeirra sem hafa verið að blogga undir fullu nafni hafa kjöldregið sig sjálfa vegna eigin athyglissýki. Loka á blogg sitt því að frelsið til að skrifa er nú kannski ekki eins frjálst og maður mætti ætla í fyrstu.

Zizek hefur m.a. þetta að segja um höfundarnafn á netinu:

"It´s all to easy to assume that this weakling takes refuge in cyberspace in order to escape from a dull, impotent reality. But perhaps the games are more telling than that. What if, in playing them, I articulate the perverse core of my personality which because of ethico-social constraints, I am not able to act out in real life? Isn´t my virtual persona in a way "more real than reality"? Isn´t it precisely because I am aware that this is "just a game" that in it I can do what I would never be able to in the real world?" Slavoj Zizek: "Irma´s Injection", London Review of Books, 3/25/2007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 2130

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband