Enn 30 stiga hiti. Smá bréf frá New York borg.

Mælirinn minn sýnir 32 gráður og það er svoldið rakt líka. Það hefur verið í heitari kantinum þetta haustið, ágústveður fram í Október! Þarf jafnvel að setja á loftkælinguna í dag til að halda lífi og geta unnið. Til mín kom í dag frábær lærlingur, sem ég hef reglulega, og vann með mér í dag við hönnunaratriði á skúlptúrnum sem gerður verður næsta sumar.  Hér sést hann fljótandi í tjörninni við Ráðhúsið í sumar. Þ.e. skúlptúrinn, ekki lærlingurinn...

Svo á eftir fer ég og næ í Lilju mína í skólann. Þá er einmitt ágætt að það sé svona hiti enn. Maður fer með hana niður við Hudson ánna og sest undir tré og les bók meðan hún lúllar í kerrunni. Þetta er fínn daglegur vani, les töluvert af bókum vegna þessa. Fæ mér kaffi og teikna og stússa. Svo þegar hún vaknar er þetta venjulega að sinna henni, tala við hana og leika búa til mat etc. Móðirin kemur frá Flórida annað kvöld, svo þá fæ ég meiri tíma til að vinna.

Svo tók Lilja þetta geggjaða trommusóló um daginn, á eldhúsrusladallinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Það er fínasta ágústveður hér í miðvestrinu líka...í gær var 87°F með heat index uppá 100°F. 

Það er flottur rythmi í þeirri stuttu!   

Róbert Björnsson, 7.10.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband