Bíla-skolplagnir í stað flugvallar í Vatnsmýri?

Flugvöllurinn í Reykjavík er fínn þar sem hann er. Þvílík þægindi að geta komist út á land með 5-10 mín keyrslu út á völl. Verst að bara forréttindahópar fá að lenda þarna í millilandafluginu á sínum einkaþotum, "við hin" þurfum að höktast 45 mín keyrslu þennan leiðinda Keflavíkurveg.

skipulagsslys

Með flugvelli helst svæðið opið. Þar fyrir utan stórefast ég um hvort borgarskipulagið og aðstandandi aðilar sé fært um að byggja almennilega á þessu svæði. Miðað við hvernig borgin hefir þróast á síðustu áratugum er augljóst að bílastæðin og bílamannvirkin myndu taka meira pláss á þessu svæði en sjálfar flugbrautirnar gera í dag.

Ég held fram að það eigi allavega að bíða þar til menn verði hæfir til að búa til almennilega þétta margþætta og mannlega borg. Ekki þetta bíla-skolplagnakerfi. Þangað til er best að ekki eyða góðri landspildu í enn ein skipulagsmistökin og bara bíða þess tíma þegar skipulagið stígur í vitið.


mbl.is Vatnsmýri fram yfir Geldinganes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Er ekki betra að hafa flugvöllinn þarna og hanna golfvelli nálægt flugvöllum um allt land? Þá er hægt að fljúga landshluta á milli eins og golfbolti í leit að holu.

Það styttist tíminn í að háskóli verði byggður rétt undir skóglendinu í Öskjuhlíð. Þá rýrist útiverugildið eitthvað.

Ólafur Þórðarson, 3.10.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Athyglisverð mynd sem segir margt um skipulagið á höfuðborgarsvæðinu. 

Sambærileg mynd var birt í Blaðinu minnir mig um daginn þar sem sýnd var yfirlitsmyndi yfir Laugardalinn.  Verið er að byggja á flestum grænum blettum í dalnum í stað þess að byggja ofan á öll bílastæðin sem taka hálfan dalinn meðfram stúkunni, fjölskyldugarðinum, sundlaugunum og víðar.  Byggjum ofan á bílastæði borgarinnar og hættum að eyða góðu landsvæði í bílastæði.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.10.2007 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband