Efnahagsundrið?

Er þetta rétt orð? Efnahagsundur? Hefur það ekki verið notað yfir fátækar þjóðir sem hafa komist á skömmum tíma í neysluhyggju og alsnægt? Í arkitektaskóla sem ég fór í hér í Ameríku 1984 var m.a. kennt í tíma að á Íslandi væri hæsta hlutfall húsa í einkaeigu í heiminum. Þ.e. minst um leigjendur og auðvitað er það samspil hins opinbera, að fólk smíðaði sér hús sjálft osfrv.

Ísland 1980 var sannarlega á kafi í neyslunni, mér þykir það undarlegt þegar látið er eins og Ísland hafi verið 3ja heims land þar til fyrir nokkrum árum. Sem væri hrein rangfærsla. Ísland hefur breyst á þessum tíma, rétt eins og önnur lönd, ýmsar tækniframfarir stuðluðu að mestu breytingunum. Það er sterkari undirrót og liggur sjálfsagt að baki hagvextinum.  

Væri ekki nær að tala um auðmannasprengingu eða eitthvað í þeim dúr?


mbl.is Er íslenska efnahagsundrinu ógnað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Stundum hef ég velt fyrir mér hvort þetta hugarfar með litla fátæka Ísland 1985 sé innflutt hugarfar, þ.e. komið úr einhverjum erlendum skruddum í samspili við einhverja stefnu. Svo hefur verið spilað inná þetta með aumingja litla landið með sérstöðuna. Úr einhverju kemur þetta hugarfar allavega.

 Margir hafa það jú skitnara en 1990. Svo er í uppsprengdum húsnæðisverðamarkaði mun erfiðara að eignast sín hús, ungt fólk hefur jafnvel færri tækifæri nema það fari út í pjúra monnímeiking, sem er nú bara ekki fyrir alla sem betur fer. Svei mér þá ef ég hafði ekki að ýmsu leyti fleiri kosti 20 ára 1983 en ef ég væri 20 ára í dag.

Annað er að ef við segjum að 1000 billjarðamæringar séu til á Íslandi, þá er það nú ekki nema 0,3% af þjóðinni. Miðað við forsíðufréttirnar af viðskipta- þessu og  ríki kallinn- hinu, þá mætti halda að þessi 0,3% stjórnuðu (eða séu að reyna að stjórna)  fréttainnhaldi, svona í stórum dráttum. Getur verið líka að þeir sem mati fréttainnihaldið séu svona berdreymnir líka. Það líður ekki sá dagur að á forsíðu sé einhver viðskiptadílfrétt. Auðvitað er það aðaláhugamál eigendanna. En hvernig væri það ef eigandinn væri með golf dellu, þá fengjum við óheyrilegt magn golf frétta á forsíðurnar, allir væru látnir fá sömu flugu í kollinn... Whether you like it or not, baby.

Ólafur Þórðarson, 19.9.2007 kl. 18:49

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Írland er prýðisgott land til að fá ódýrt vinnuafl vegna langvarandi fátæktar.  Þessi fátækt var tilkomin vegna ýmissa kerfisgalla og græðgi okurafla. Stór spurning hvort fátæktin fari nokkuð á næstu áratugum þrátt fyrir stórar gleraugnagláma-yfirlýsingar um mikinn hagvöxt og aðrar reykbombur.

Ólafur Þórðarson, 22.9.2007 kl. 22:09

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Lénsherrar Írlands. Gott að læra af sögunni:

Ólafur Þórðarson, 22.9.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 2130

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband