Lyfta hrapar í húsinu okkar

Var með Lilju okkar í baði þegar húsið byrjaði að hristast og allt skalf eins og í jarðskjálfta. Baðherbergið er hér við hliðina á lyftustokknum. Fyrst heyrðist smá búm búm og svo smájókst hljóðið þar til rosalegir skellir skóku húsið. Ég stökk að lyftunni og heyrði mikla skelli frá henni. Einhver dinglaði stöðugt á hjálp-takkann og æpti og gargaði á hjálp. Við "í æfingu" síðan 11. Sept fyrir 6 árum, kipptum stelpunni úr baðinu og hröðuðum okkur beint út um bakdyrnar. Fórum svo fram fyrir húsið og einhver hafði hringt í slökkviliðið, sem kom nú ótrúlega fljótt. Þeim tókst ekki að komast að lyftunni af fyrstu hæð, svo ákveðið var að fara í gegnum íbúðina okkar.

Við fórum aftur inn og opnuðum fyrir þeim. Þegar slökkviliðsmaður hafði spennt upp hurðina sást ofan á lyftuna og vélabúnaðinn og grátur frá konunni. Einn slökkviliðsmaðurinn fór ofan á lyftuna og opnaði hlera og sást þá ofan í og kona sem hafði fengið smá aukaferð en í lagi með hana.

Einn slökkviliðsmaðurinn var með járnstöng sem breyttist í stiga og smeygði honum niður gat í lyftuþakinu. Og upp skreið konan sem býr þa 4. hæð, dauðskelkuð og upp með sér. Lilju fannst þetta voða spennandi og fann vasaljós til að hjálpa slökkviliðsmönnunum að sjá í dimmum lyftugöngunum. Svo var hún sem huggaði konuna með því að spyrja hana spurninga sem bara 3já ára gæti fundið upp á.

Seinna um kvöldið kom einhver frá lyftufyrirtækinu og staðfesti að  einhverjir klossar voru ekki endurnýjaðir og áttu þeir að fyrirbyggja fall.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hvað er þetta. Frjálsi markaðurinn er alltaf bestur. Langflottast að láta fyrirtækin ráða öllu sjálf. Lyftufyrirtækið á auðvitað að vera sektað fyrir svona en það skeður varla. Eiginlega er atriði kvöldsins hálfgerður metafor fyrir þjóðfélagið.

Ólafur Þórðarson, 18.9.2007 kl. 14:20

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Það er nú meiri hnignunin í þessu þjóðfélagi...fyrst hrinja brýr og svo lyftur...hvað næst?   Svo er það fáa sem enn er "made in USA" orðið soddan drasl (samanber bílarnir þeirra) að maður spyr sig hvar þetta endar...  I blame Wal-Mart.

Róbert Björnsson, 19.9.2007 kl. 22:18

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sýndarveruleiki?

Ólafur Þórðarson, 20.9.2007 kl. 00:43

4 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Það virðist sem allskyns hlutir hrynji þarna á lower Manhattan...

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 20.9.2007 kl. 04:16

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

What goes up must come down.

Ólafur Þórðarson, 20.9.2007 kl. 05:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband