Snilldar galdratrix 3ja ára stelpu!

Lilja mínHún Lilja mín er 3ja ára og farin að læra ýmsa leiki og galdratrix. Við spyrjum í hvaða hendi peningurinn sé svo fann ég peninginn á bak við eyrað hennar!

Hún kemur svona til mín og spyr í hvorri hendi peningurinn sé. Ég sé það að sjálfsögðu og bendi á þá hönd sem er ekki með peninginn o.s.frv. Svo geri ég það sama, set peninginnn í aðra höndina mína og hún getur sér til í hvorri hönd hann sé. Svo geri ég þetta aftur en fel aurinn milli fingranna. Þá sér hún ekki neinn pening í höndunum. Þá gríp ég í eyrað hennar og "finn" peninginn þar.

Þetta finnst henni nú voða skrýtið.

Nokkrum dögum seinna lágum við uppi í rúmi og búin að lesa og syngja úr þessari frábæru vísnabók Iðunnar. Þá teygir hún sig í pening sem lá á náttborðinu og setur hann á koddann undir eyrað mitt. Hún sest svo upp, lítur á mig og spyr:

"Í hvaða hönd er peningurinn?"

LoL 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband