Gleymdist að minnast á hlutverk bankanna í þessu máli.

Frétt: "Leigubílstjórar í New York hóta verkfalli"

Yfirleitt er ég hlynntur þeim sem fara í verkfall, en í þessu tilviki er ég nú aldeilis meðfylgjandi því að leigubílaeigendur í NYC fara að hundskast til að setja kreditkortalesara í leigubílana. Þetta er svona eitt af 3ja heims einkennum í BNA.

Næsta skref er að rúlla aftur mest af þessari markaðsvæðingardellu sem hefur eyðilagt landið og sett tiltölulega fámennann hóp landsmanna í 1sta heims BNA og stærstann hóp landsmanna í 3ja heimsklassann. 

Það er nú þó svoldið til í því sem leigubílstjórar segja að þeir komi til með að bera kostnaðinn af greiðslukortaviðskiptunum. Mikið af litlum bisnessum hafa ekkert efni á að notast við greiðslukort vegna græðgi bankanna sem hafa of háar rentur af hverri greiðslu og há mánaðargjöld eða borga seint það sem sett er á kortin. Þess vegna þarf borgarstjórinn að takast á við bankana samhliða þessum aðgerðum, en auðvitað gerir hann það ekki, hann er hluti af þeirri valdablokk.

Vinir hans , bankaeigendurnir, munu jú græða á tá og fingri. Hann áfram vinsæll í krafti rétthugsandi tilkynningaveitna.


mbl.is Leigubílstjórar í New York hóta verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband