Lesbókargrein eftir Stefán Snævarr

Er Íslendingur sem hef búið í BNA síðan 1983 og verð að taka undir með Stefáni Snævarr í ýmsu af því sem hann ber fram í sinni grein. Hef séð allskyns fátækt hér í USA og áttaði mig fyrir löngu á að Hannes og aðrir ámóta fræðimenn hafa komið til Bandaríkjanna til að vera við fyrirlestra í fínum háskólum og kynnast frægum nöfnum með boðum til Íslands og slíkt. Háskólar í bandaríkjunum eru að mörgu leyti verndaðir frá hinu daglega amstri Bandarískra þegna. Þeir eru staðir þar sem forréttindi eru mikils metin og ekki allir komast að. Þá háskóla sem ég hef verið viðriðinn má segja að nemendur séu stundum að kaupa sér gráður eins og hverja aðra banana. 
Hannes hefur örugglega ekki farið til Bandaríkja hins venjulega borgara og dvalið í fátækrarhverfi, hjólhýsahverfi, sveitafátækt eða meðal verkamanna eða afgreiðslufólkinu í vinnugúlagi kapíltalismans; Home Depot, Stop and Shop, Duane Reade, Dunkin Donuts eða McDonalds með sinn 50,000 kall á mánuði fyrir skatta. Þess stóra hluta Bandaríkjamanna sem hafa sára lítið milli handanna þó þeir eigi tvö eða þrjú sjónvörp til að geta verið almennilega heilaþvegnir af sápukúlu-auglýsingadrasli.
1/4-1/5 Kana hafa vegabréf, sem segir meira en margt annað um hvað þeir hafa í raun efni á. Hannes er því einn af þeim fjölmörgu sem kemur og kynnist rjómanum. Gúddí slikkerí er alltaf ljómandi á bragðið og sannarlega í frásögur færandi fyrir eftirlegukindurnar back home.
Það eru nokkrar bækur um BNA sem ég er með á lista hér til hægri sem ég mæli sterklega með, í framhaldi af því að þó Ameríka sé uppfull af tækifærum, þá eru nú ekki nema sumir sem geta virkilega notfært sér þau.
Vona svo að Stefán skrifi meira á móti þessari markaðs-æðis-dellu sem er að breyta Íslandi í þetta leiðinda peningapunga þjóðfélag, þar sem mannleg gildi eru að hverfa fyrir blindri hugsjón einnarlínumanna, sem líta á þig með slyfsi um hálsinn og spyrja:
"Hvers virði ætli þessi sé?"
Bestu kveðjur.
Ólafur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nemendur Hannesar aka um Ísland. Allt í einu stöðva þeir bílinn og benda: Sko! Þarna eru verðmæti. Nú er bara að verða fyrstur til að eignast þetta og koma því í verð. Hvað er nú aftur símanúmerið hjá.............?

Árni Gunnarsson, 10.8.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

.... stjórnarráðinu?

Ólafur Þórðarson, 11.8.2007 kl. 12:58

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Amen!

Segir einn nýkominn úr ferð um Lofoten eyjarnar í norður Noregi.

Hvaða bók varstu að gefa út Ólafur og er hún til sölu í íslenskum bókabúðum?

Kveðja: ásgeir r.

Ásgeir Rúnar Helgason, 15.8.2007 kl. 18:18

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

J'u h'un f;st 'i b'okab'u[unum

Sæll Ásgeir jú hún fæst í bókabúðunum. Hef ekki enn komið henni á Amazon eða net-verslun. 
Sé hún er í Eymundsson (án myndar, sorrý) 

http://www.eymundsson.is/pages/307?itemID=OLA2894&ItemCategoryID=&ItemSubCategoryID=

Ólafur Þórðarson, 15.8.2007 kl. 22:01

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

OK,

flott!

Ég kem heim í lok ágúst og lýt þá við hjá Eymundsson.

Til hamingju með bókina!

Ásgeir Rúnar Helgason, 16.8.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband