Nýr vegaspotti í Hornyfirði.

Það er ekki bara mýrlendið og ósnortin náttúra sem tapast, heldur er tekin möl einhvers staðar. Hvað á s.s. að græðast við styttingu hringvegar um 10km? Af hverju er ekki hægt að nota þessa aura til að bara bæta veginn sem fyrir er og setja hjólreiðastíga um höfuðborgarsvæðið í staðinn? Keyrði Hornyfjörðinn nýlega, sé ekkert að veginum, nema hann má laga og vantar nýja brú á sama stað. Brúarstæðið er fallegt og styttingar eru ekki sjálfkrafa af hinu góða. Talandi um vegamál á þessum slóðum, þá mætti fara austar um einn fjörð og laga Lónsheiðarveginn, bora göng eða koma veginum fyrir Þvottárskriður í viðunnandi ásigkomulag með yfirbyggingu eða eitthvað. Skil ekki hvaða mikla þörf er á þessum tilgangslausu stórkallalegu vegalagningum til að stytta langar leiðir um örfáa kílómetra og sneiða framhjá landinu. Nú eru flestir vegir orðnir svo beinir að það er að verða fúlt að keyra um landið. Maður finnur ekki einu sinni fyrir því og bannað að stoppa hvar sem er því hraðinn gerir það hættulegt. Fólk sofnar af leiðindaakstri. Alltaf sneitt framhjá þorpunum, þau ekki lengur viðkomustaður af því vegagerðin setur allt í hraðann, framhjákeyrslur -og einkarekstur innan þorpa fer beint á hausinn. You know, þegar kúnnana vantar.

Sko. Ef hægt er að leggja veginn í gegnum sjálfa Höfn, þá værum við að tala um eitthvað gagnlegt fyrir byggðarlagið. Umferð í gegnum bæinn myndi vera eins og vítamínssprauta, því í dag keyrir stór hluti bara framhjá afleggjaranum, langt í burtu frá Höfn.

Einn á móti því að taka þjóðveginn út úr þorpunum sem uxu upp vegna hans eða þorpum sem njóta góðs af vegar #1.


mbl.is Höfða mál vegna fyrirhugaðar vegalagningar um Hornafjarðarfljót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband