Stormsveipur í Brooklyn!

"Tornado in Brooklyn"

Svo hljóða sumar fréttir í kvöld. Stormsveipurinn fór yfir Brooklyn snemma í morgun. Það er eftir öðru hér að það tekur einn dag að fatta hvort stormsveipur hafi komið eða ekki. Meðal annars fór stormsveipurinn yfir Garð Leifs Eiríkssonar þar sem einhver tré brotnuðu og bílar skemmdust. Tekið skal fram fyrir þá sem fá hland fyrir hjartað, að Garður Leifs Eiríkssonar er eftir sem ég best veit hálfgert bílastæði og beint undir fjölfarinni hraðbraut.
http://maps.google.com/maps?client=safari&rls=is-is&q=Leif+Ericson+Park+Square&ie=UTF-8&oe=UTF-8&um=1&sa=N&tab=wl
Allavega var það 6km kílómetra í suður frá okkur svo við vorum alveg safe. Hundurinn var snarvitlaus þó, spangólaði og gelti í alla nótt og heimtaði að fá að koma upp í rúm vegna þrumuveðurs og klikkaðra eldinga. Svo þegar ég fór loks úr bælinu fór hundurinn að hossa sér á hægri löppinni. Greinilega eitthvað mikið í gangi.
Þegar fólk fór í vinnuna voru allar lestar stopp og samgöngukerfin í ólagi. Barnapían 2 klst of sein og allt í lamasessi.
Allavega, sko, þá er þetta komið á hreint. Þetta voru ekki hryðjuverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband