Dæmi um æsing og skrípahegðan í þjóðfélaginu

Jæja, er svona lítið að gera hjá löggunni á Selfossi að þeir beina sér gegn börnum og forráðamönnum í leit að starfsfullnægju?

Það hefur tíðkast í gegnum kynslóðir síðustu aldar, síðan bíllinn kom fyrst til sögunnar, að eldri leyfa börnum sínum að prófa aðeins að keyra bíl á afskekktum stað. Þetta elur á ábyrgðartilfinningu og þroska í akstri og handleiðsla foreldra er auðvitað það besta sem völ er á. Að leyfa 11 ára dreng að kippa aðeins í bíl á öruggum afskekktum stað er algerlega eðlilegur hlutur í uppeldi hvers barns og einfaldlega ekkert athugavert við það. Foreldri og eldri miðla af þekkingu sinni og því yngri sem maður er að fá að prófa að stýra og stíga á bensín etc því betri ökumaður verður maður seinna meir.

Það er nú ekki eins og verið sé að keyra í umferðinni.

Hér er greinilega verið að búa til vandamálafólk úr dreng og forráðamanni sem í raun gerðu ekkert rangt til. Foreldri gerir bara það sem hefur tíðkast án vandamála. Krakkar í sveit fá að kippa í dráttarvélar og stunda alls kyns störf sem eru einfaldlega afskaplega þroskandi. Svona hugarfar með að börn megi ekki svona undir handleiðslu fullorðins, eða megi ekki vinna ungt er einfaldlega þroska-heftandi. Lögga sem stendur sig vel í starfi er auðvitað sú lögga sem kemur að svona "atviki" og einfaldlega ræðir við viðkomandi um að fara nú varlega og gefur góð ráð. Og kannski fylgist með til að allt sé nú eðlilegt. End of story. Það á alls ekki að taka fyrir svona prufukeyrslur á öruggum stöðum.

Lögga sem ætlar að láta refsa fólki fyrir svona er ekki endilega að fullnægja starfi sínu. Hlutverk lögreglu er ekki að skipta sér af öllu og engu, heldur vera í bakgrunni og til staðar ef eitthvað kemur uppá, líka að vera skilningsrík og uppbyggileg í samskiptum við fólk. Jafnvel ef ólöglegt er að ganga yfir á rauðu ljósi.

Hvernig þetta hefur þróast skv. þesari frétt er kannski veruleikafirring og paranojuöfgar í þjóðfélaginu sem er alltsaman komið á frekar hátt stig. Það væri afar slæmt ef stofnaður væri Íslenskur her með tilheyrandi svona leiðinda atvikum sem smátt og smátt sarga undan eðlilegu frelsi fólksins í landinu og myndu formfesta taktslátt reglugerðarpésanna enn frekar.


mbl.is 11 ára drengur undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það er ekki lögreglan sem setur lögin. Henni ber að framfylgja þeim. Það er slæmt þjóðfélag þar sem löggæslan fer eftir einhverri tilfinningu hjá einstökum lögreglumönnum. Það á ekki að skipta máli hver er með húfuna, eða hver er brotlegur, meðferð einstakra brota á að vera eins. Ég er hins vegar alveg sammála þér í því að það er æskilegt að keyra ungum að taka aðeins í bílinn á æfingasvæðum. Mér finnst skjóta skökku við ef 6 ára börn geta ekið mótorhjólum sem ná 100 km. hraða og barn má ekki prófa að keyra utan vega undir handleiðslu foreldris. - Það þarf að breyta lögunum og virða starfsumhverfi lögreglunnar og að hún geri það sem henni er fyrir lagt.

Jón Sigurgeirsson , 28.6.2007 kl. 13:26

2 Smámynd: K Zeta

Eða hvað er að fólkinu sem er að kæra svona akstur sem er eðlilegt þá 11 ára teljist frekar ungt til að keyra bíl jafnvel þó sé í öruggu umhverfi.

K Zeta, 12.7.2007 kl. 23:46

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er nú svo að þó eittvað sé ekki löglegt þá eru kringumstæður aldrei eins. Og alls ekki endilega að lögum eigi að framfylgja eins og blindur sauður, þó þau séu skrifuð. Það má velta fyrir sér hvort lögregla á að skipta sér af bændum sem hafa krakkana með sér í heyvinnu og kannski keyra traktor við og við? Föður sem leyfir 15 ára dóttur að keyra á 5-10 km hraða á ábyrgann máta, þar sem engir vegir eru eða umferðarskilti eða neitt fólk nálægt? Það er svo annað ef 14 ára er að keyra bíl innan Hveragerðis eða fara á hraðbraut.

Ég segi aftur það sem er mín skoðun. Það er fyllilega eðlilegt að krakkar á unga aldri fái að kippa í bíl við og við á öruggum stöðum. Tel jafnvel gott ef gerð væru svæði þar sem leyfa mætti ungu fólki að kippa í bíl undir kannski einhvers konar leiðsögn. Það er gott af því að þetta leiðir örugglega í betri bílstjóra seinna meir. Sammála að lögunum megi breyta.

Held þetta mál sé hluti af stærra trendi í þjóðfélaginu sem er einhvers konar ofvirkni í viðbrögðum gegn lítilvægustu hlutum.

Ólafur Þórðarson, 13.7.2007 kl. 00:44

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Þú ert hér með "klukkaður"!

Róbert Björnsson, 16.7.2007 kl. 18:17

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Þessu algerlega óviðkomandi = Til hamingju með vel heppnaða sýningu og frábæra dóma a.m.k. þá sem ég hef séð!

Ásgeir Rúnar Helgason, 17.7.2007 kl. 16:41

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

:-D

Ólafur Þórðarson, 20.7.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband