Ísland í EU?

Mér heyrist á fjölmiðlunum og fréttatilkynningum frá útsendurum bankabraskara [sem birtar eru gagnrýnislaust] að þeir vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið og taki upp Evruna sem fyrst af því þeir græða ekki nógu mikið vegna gengisútreikninga. (Mín lauslega þýðing yfir á eiginlega Íslensku.)

Ég veit ekki betur en bankarnir græði alveg nóg. Eiga Íslendingar að gerast hluti af Evrópsku stórveldi af því ákveðnir aðilar vilja græða meira? Síðasta ár var mikið gróðaár hjá bönkunum. Hvað vilja þessir menn? Eru það ekki þeir sem hafa átt sinn þátt í að sprengja upp húsnæðisverð á Íslandi?

Og ég veit ekki betur en að kröfur um inngöngu í EU og niðurfelling á notkun krónunnar eigi að koma frá sjálfum valdhöfum og fólkinu í landinu, ekki þeirri þröngu valdaklíku sem vill stjórna fólkinu.

Hvað finnst moggabloggurum um þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Við hljótum að geta fundið blóraböggla.

Jón Sigurgeirsson , 16.5.2007 kl. 16:42

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

BLOGGVINIR: Vegna góðra viðbragða við birtingu á þýðingu á smásögu eftir Tolkien (Laufblað eftir Nostra) á blogginu mínu hef ég ákveðið að birta frumsamda smásögu eftir sjálfan mig (sic!) á blogginu. Sagan er hér ef þið hafið áhuga:

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.5.2007 kl. 22:42

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Held að það gerist af sjálfu sér að evran verður tekin upp með eða án aðildar. Tók erlent íbúðalán vegna fasteignakaupa og það er í fyrsta skipti sem ég hef séð heildartöluna lækka þegar maður borgar af íbúðaláni. Mynteinangrunin gerir mögulegt að halda uppi okurvöxtum sem að eru 5-10% hærri en í öðrum löndum. Það er gert fyrir bankana. Hinsvegar spái ég því að innan tveggja ára verði flestir komnir með reikninga í evrum og að fólk geti víða greitt fyrir þjónustu í verslunum með evru debetkorti. Þannig munu heimilin í landinu sem að eru alltof skuldsett fá hagstæðara rekstraumhverfi, ef svo má taka til orða.

                           Með góðri kveðju,

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.5.2007 kl. 12:25

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þetta er áhugavert. Það er ekki svo langt síðan að menn voru að djöflast í því á netinu að taka upp dollarann. Nú er hann ónýtur, svo þá á að taka upp Evruna. Hvernig verður það ef Evran verður ónýt? Ég sé þetta öðruvísi, ástæða fyrir krónunotkun eða ekki hefur með sjálfstæði landsins að gera. Einstaka sölur eða vaxtasögur segja ekkert um grunnástæður nema í gegnum tímabundin fjármagnstækifæri. Forsendur og aðstæður geta breyst snögglega og það á örfáum árum.

Ekki að ég hafi neitt á móti að menn vinni í gegnum erlenda gjaldmiðla þannig séð.

Áhugavert þetta með að Íslendingar séu heimsmeistarar í vöxtum. Ég nefnilega lokaði á kreditkort nýverið því Bankinn hafði hækkað vextina upp í 35%. Enda frjáls markaður í þessu hér í USA eins og öðru. Ímyndið ykkur ef það hefði skeð á línuna, lán ofl. sem fara svona í hákarlavexti. Það setur fólk á hausinn í massavís. Auðvitað þarf að taka fyrir svona rányrkju, sem kemur fólki í koll. Mikið af Könum hefur stóra kreditkortaskuldasúpu og fjölskyldur sundrast og líf eyðileggjast út af græðginni.

Ólafur Þórðarson, 26.5.2007 kl. 02:21

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég hef verulegar efasemdir um gildi þess að Ísland gangi inni í EU báknið. Við munum hverfa inní þá hít og verða álíka áhrifamikil og Gísli á Uppsölum var á sínum tíma fyrir þróun íslensks samfélags = lítill skrítinn kall sem allir elskuðu en engin tók mark á.

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.6.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband