Til umhugsunar. Eiga flokksmenn að sækjast eftir einsleitri eða margleitri stefnu?

Einn ágætur bloggari, Gunnar Th. Gunnarsson segir í bloggi sínu í dag:

"Samfylkingin er söm við sig, er út og suður, þar er einn hrærigrautur sjónarmiða og seglum hagað eftir vindi. Hver er stefna Samfylkingarinnar? Það fer eftir því við hvern þú talar."

Þetta þykir mér afar áhugaverð hugmynd, þetta að einn flokkur sé með samheldna stefnu og að annar sé með sundurleita stefnu.

Einn flötur í mér hugsar sem svo að það sé gott að hafa heilsteypta stefnu sem allir geta tekið þátt í og að markmið náist best þannig. Og að með sundurleitni náist enginn árangur.

Á hinn bóginn er einn angi í mér sem segir að eitthvað sé nú að lýðræðinu ef allir hugsuðu eins innan flokks, til að þjóna einhverri afmarkaðri hugsjón og svo að sundurleitni sé einmitt kostur lýðræðisins, fólk verði að ná sáttum á endanum en tali um hlutina opið og frá mörgum flötum.

En þá er spurningin hvort sé betra. Er ekki viss um að svarið sé í öðru hvoru eða hinu, heldur einhvers staðar þarna á milli. Allavega veit ég að sundurleitni þýðir ekki endilega að slíkur flokkur sé vondur.

(Gunnarsblogg: http://gthg.blog.is/blog/gthg/entry/169215/ )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband