Klósettið er nú besta uppfinningin

AquariassEf PC world væri WC world myndi mér þá leyfast að stinga upp á merkilegustu uppfinningunni? Það er sjálft klóið. Án þess væri ekki líft inni á heimilum, fólk með hlandkoppa undir rúmum og fara þyrfti út í bakgarðinn til að gera búkflæðisþarfir sínar í hörkugaddi jafnt sem úrhellisrigningu. Nei klóið er mun meira þarfaþing en afþreygingartæki PC World. Það bilar líka sjaldnar! Það var maður nefndur John Harington sem fann upp nútímaklóið "Flush toilet". Með S-laga hálsi sem notar sjálft vatnið sem lás milli klóaksins og skálarinnar. Sumum finnst ósmekklegt að skoða þetta fína apparat, en verra væri nú ef þess nyti ekki við!
mbl.is 50 merkilegustu tækniundrin valin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Hmmm...þá er spurning hvar klósettpappírinn lendir á listanum...  mikil framför frá því að nota corn on the cob...fyrst þann brúna svo gula stöngulinn.   Annars þekki ég indverja sem aldrei notar klósettpappír því honum finnst það ekki nógu hreinlegt.  Ég hef ekki lagt í að spyrja hvað hann notar í staðinn...hef þó séð austurlensk klósett sem sprauta vatnsbunu upp um leið og er sturtað.   

Róbert Björnsson, 5.4.2007 kl. 05:10

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

He he, já flott þetta með corn on the cob, bara svo helvíti dýrt hér á austurströndinni, $1.50 bara að skeina sér!

Ólafur Þórðarson, 6.4.2007 kl. 03:16

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Já maísinn hækkar og hækkar núna þegar þessir snillingar ætla að fara að dæla maís-etanóli á bílana sína.  Buschelið af maís (25kg) er komið uppí $4...hefur hækkað um helming á einu ári...og þetta skilar sér auðvitað í verðlaginu á kornflekksinu okkar      Er ekki viss um að menn hafi alveg hugsað þetta dæmi til enda...eins og umhverfisáhrifin af stóraukinni maís ræktun...þolir landið það?   Og væri ekki nær að nýta þetta til manneldis og þróa frekar aðra endurnýtanlega orkugjafa.  En bændurnir græða...

Róbert Björnsson, 6.4.2007 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband