Mikið vegakerfisálag af flutingabílum. "Mamma borgar"

kopav-VITLEYSINGUR

Þetta hefur meira almennt um vegaflutninga að gera, en á síðasta áratug hefur floti vegaflutningabíla skotið upp kollinum, sem hafa tekið yfir flutninga strandferðaskipa. Þeir búa til nýtt álag á vegakerfið, í formi slits, slysahættu ofl. Spurning hvort þessir bílar eigi ekki að sæta auknum vegatollum og reglugerðum til að tryggja að þeir haldi sig við skikkanlegann hraða og hafi góða bílstjóra (ekki bara ódýrustu bílstjórana) sem vita t.d. um hæð síns bíls, hvernig á að festa farm. Eða að smærri bílar eru í aukinni hættu þegar verið er að keyra framhjá.

Það er svona ákveðinn lágmarksstandard sem þarf að viðhafa þegar verið er að keyra stóra bíla á smágerðum vegum, slysin ske nú líka oftast fyrir eitthvað aðgátsleysi. Farmur hendist af flutningabílum og vörubílum af því hann er ekki festur nægilega.

Mig grunar að tilhneigingin sé að vilja leyfa þessum flutningafyrirtækjum að fylgjast með sér sjálf, en auðvitað þarf gott utanaðkomandi (opinbert) eftirlit með þeim til að tryggja öryggi í fyrsta lagi annara vegfarenda og í öðru lagi vegakerfisins sem RÍKIÐ hefur byggt upp -og á ekki að þurfa að líða fyrir þjösnaskap þeirra sem fá að nota þetta kerfi.

(Mynd úr Kópavogi á sl. ári.)

"...skemmdir urðu á Oddsskarðsgöngunum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar í morgun þegar flutningabíl frá Hringrás var ekið gegnum göngin. Samkvæmt upplýsingum frá Vegaferðinni lenti bíllinn fyrst á hurð ganganna Norðfjarðarmegin og síðan einnig hurðinni Eskifjarðarmegin. Þá kræktist farmur bílsins í einangrun í göngunum og net sem heldur henni fastri og skemmdi á stórum kafla..."


mbl.is Flutningabíll ók á báðar hurðir Oddsskarðsganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þýðir  að vera  "höfundur síns orðheitis"?

Þetta með "orðheiti" er mér gersamlega hulin ráðgáta!

Morgunblaðið er ekki á neinn hátt frumherji í bloggvefjagerð.

Gunnar T. (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 16:16

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já, þetta er erfitt líf.

Ólafur Þórðarson, 5.4.2007 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 2130

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband