Halló, eru þetta ekki FIMM (5) hús -ekki þrjú (3)- og hvað kemur þá í staðinn?

Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti niðurrifi, en það er nú líka bara helmingur sögunnar. Mér er nefnilega spurn: Hvað kemur eiginlega í staðinn?

Laugavegur 33.Verða það endurbætur á Laugaveginum eða önnur svona löng og einhæf langavitleysa eins og á Stjörnubíóslóðinni? Flennistór hús eiga nefnilega ekkert heima í fjölbreyttum smágerðum miðbænum, en þau sem verða byggð í staðinn þurfa nú lágmark að vera endurbót á því umhverfi sem Laugavegurinn og hliðargöturnar eru.  Annars er enginn tilgangur í þessu, ekki satt? Nógu miklu hafa þeir fokkað nú þegar með þessari blokkadellu rétt hjá, niður við sjóinn. stjornub1

Og nógu duglegir eru þeir að fá slökkviliðsmenn í blöðin að agitera fyrir niðurrifi í staðinn fyrir að mæla fyrir betra eftirliti með svona sögulegum byggingum.

Já af hverju er veitt heimild til að rífa þessi hús án þess að sýna skýrt með hvað eigi að koma í staðinn og að verið sé að bæta Laugaveginn með enduruppbyggingu? Af hverju er gefið í skyn að þetta séu 3 hús þegar um er að ræða FIMM hús? Er ég að misskilja eitthvað? Ég vil endilega fá að sjá teikningar og skýrar útlistanir á hvernig nýju byggingarnar 5 verða betri og reka stoðum undir smágerð verslunarrými skrifstofur og íbúðir. Það eru nefnilega forréttindi að fá að byggja í miðbænum en ekki í þessum bílastæða-hafsjó sem "skipulagið" hefur samþykkt út um öll einu-sinni-falleg holt. Ef verið er að bæta Laugaveginn, þá má alveg rífa húsin mín vegna.

Í GULU: Húsið á fv. Stjörnubíóslóð. Augljóst umhverfisslys, berið stærðina saman við fíngerðu smærri húsin allt í kring. Talandi um svona mál, þá munu 5 hús koma í staðinn fyrir þessi 5 ekki satt? Þau hljóta að verða 5 er það ekki? Allavega 4 hús á þessum 4. lóðum! Vonandi finnum við ekki út of seint að eitt húsus gigantismus verði reist í staðinn fyrir þessi 3 sem hafa átt heima þarna lengur en nokkur þeirra aðila sem er ólmur í að byggja? Eitt hús í staðinn fyrir 5 er engin lausn, bara ávísun á meiri einhæfni. Sem er einn óvinur borga. Vonandi er ekki ætlunin að gera aðra Stjörnubíóslóðalangavitleysisskrípi eins og ég hef hér teiknað inn á loftmynd með gulu? Þar var grænu barnaleiksvæði fórnað á altari risa-bílastæðainngangs. Smellið á myndina og skoðið sjálf. Ekki passar þetta inn í umhverfið?? Eða á að gera þunnildis blokk með svo og svo mörgum bílastæðum?

Þar fyrir utan er fréttinni stillt upp eins og þetta sé bara eitthvað hægri vinstri bitbein flokka. Þeim sem eru á móti niðurrifi séu bara einhverjir kommúnistaskrattar? Ég á erfitt með að trúa VG séu að setja sig á móti svona bara af því þeir eru svo miklir sófakommar eða að ekki séu til sjallar með skilning á sögu borgarinnar og viðkvæmni borgarmynstursins. Fréttina á að segja þannig að verið sé að stefna að breytingum á horni Laugavegs og Vatnsstíg og hvað endurbætur þær muni fela í sér.

Hvað annað?? Hverjum er ekki sama um stjúpid flokksríg þegar svona mál eru á oddinum?

laugav-vatnsst-07Hér til vinstri er kort yfir húsin 5, sem á að rífa og hversu mikið þetta er umfangs. Ég teiknaði sjálfur inn útlínuna með rauðu.

Skandall í uppsiglingu? Ekki nema þið lesið bloggið mitt vel og gerið eitthvað í þessu máli. Spurning um að halda rétt á spöðunum.

Dæmið svo sjálf.

Bestu kveðjur úr sólinni.

 

 

 

 

 

"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar samþykktu á borgarstjórnarfundi nú í kvöld að heimila niðurrif á húsunum Laugavegur 33, 35 og Vatnsstígur 4. Fulltrúar Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins lögðust gegn niðurrifi húsanna. "


mbl.is Leggjast gegn niðurrifi húsa við Laugaveg og Vatnsstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Haukur Magnússon

Ég er hræddur um að sjálfstæðisflokkurinn, framsóknaflokkurinn og samfylkingin vilji fá miðbæ eins og þann sem er í London, New York og er í stórborgum, og ef svo er þá vill ég heldur flytja úr miðbænum því ég er í raun bara saklaus lítill Íslendingur og vill fá að halda í mína menningu. 20-40 hæðar blokkir eiga ekki heima í miðbæ Reykjavíkur en það er því miður bara mín skoðun. 

Kristján Haukur Magnússon, 30.3.2007 kl. 04:28

2 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Ef menn ætla að búa í sveit í borg, havað eru þeir þá að flækjast

úr dreifbýlinu í borgina. Borgar menning og dreifbýlis hugsunar

háttur eiga ekki samleið.

Leifur Þorsteinsson, 30.3.2007 kl. 09:39

3 Smámynd: Hammurabi

Hammurabi ætlar ekki að fara að blanda sér í skipulagsmál borgarinnar almennt, enda hefur Hammurabi ekki hundsvit á því.

Ég er hinsvegar sammála því að það á ekki að fara að gera eitthver skrímsl þarna í fallega miðbænum mínum. Það er hægt að hafa hér borgarmenningu, án þess að hafa háhýsi í 101.

Þar að auki er ég hjartanlega sammála að það er kjánalegt að fara að blanda hægri/vinstri inn í borgarskipulagsmál. Það þarf að setja fram heildstætt skipulag, með fáinum kostum, og kjósa svo um það. Svo mega flokkarnir fara í hægri vistri rifrildi um það hvernig best er að framkvæma ofangreinda áætlun.

 Svo svona að lokum finnst mér líta megi inn í það að setja einn skýjakljúf hér einhvurstaðar í vesturbænum. Vatsmýrinn (þegar flugvöllurinn er farinn), gamla slippnum, foldunum, seltjarnarnes, litla skerjafyrði eitthvað. MIG LANGAR Í SKÝJAKLJÚF!!!

Hammurabi, 30.3.2007 kl. 12:41

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það eru ýmis dæmi um góðar nýbyggingar á miðbæjarsvæðinu. Laugavegur 40 og þetta á Stjörnubíóslóðinni er þó ekki til fyrirmyndar og er verra en draslið sem átti að byggja við tjörnina 1960.

Ég er alveg fylgjandi nýbyggingum en þær verða hver og ein að vera innan gömlu lóðanna og mega mín vegna fara upp í 6 hæðir norðan götunnar, 2-3 sunnan (vegna sólar). Ef 3 lóðir eru teknar undir eina stóra byggingu þá eru það bara skipulagsmistök hjá fólki sem ekki skilur borgarskipulagsprinsipp. Plássin seljast augljóslega, hvort sem þau eru í 3. byggingum eða einni.

3 lóðir: 3 verktakar. Takk fyrir.

Ólafur Þórðarson, 30.3.2007 kl. 13:45

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Afsakið, ég meinti að Stjörnubíóslóðin sé vera en draslið sem átti að byggja við tjörnina 1960. Laugavegur 40 er svona næstum í lagi, nema hvað deprimerandi útlit varðar.

Ólafur Þórðarson, 30.3.2007 kl. 13:46

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já Nyrkill minn, ég skal gera þetta í snatri, bara sendu tékka þegar þú hefur tíma.

Ólafur Þórðarson, 9.4.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband