Andsk. nafnleysingjar!

Guðfræðingur sem heitir Jón eitthvað hefur fengið heimsóknir mínar stöku sinnum. Hef lagt þar inn ágæt innlegg og eytt tíma í það. Svo sé ég að maðurinn hefur fjarlægt innlegg mín af því ég "er nafnleysingi." Sem er auðvitað ekki rétt því ég heiti fullu nafni en kýs að skrifa undir nafninu veffari.

Því er nú svo farið að ég kýs að skrifa undir höfundarnafni eins og fullt af fólki hefur gert í gegnum aldirnar. Það er ekkert að því, enda er ég ekkert að auglýsa eigin persónu, eins og umræddur talsmaður Guðs, heldur reyna að beina augum að innihaldi skriftanna frekar en þeim sem skrifar.

Það er eins og sumir skilji ekki að það er undir hverjum og einum hvort hann skrifar undir skírnarnafni eða ekki. Jú know, persónal ákvörðun. Megas ofl gera þetta. Að ráðast að höfundinum í stað þes að skeggræða það sem sagt er flokkast undir frekar þunna útgangspunkta.

Innihald texanna er það sem máli skiptir hvort eð er, og oftar en ekki eru menn á móti skrifum einhvers vegna þess að þær þóknast ekki þeirra skoðunum. Sem var tilvik þessa fordómafulla Guðsmanns. Mig grunar að ef maður er hommi eða með stórt nef, þá væri manni hent út úr þeim heilagleikanum.

Þessi fyrirsláttur með nafnleysingja er því þunnur þrettándi á pallborði stundum ágætrar umræðu á blog.is.

Kveðja veffari.

Sem ekki er erfitt að finna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Það þarf nú ekki nafnleysi til þess að vera tekinn útaf sakramentinu hjá blessuðum guðfræðingnum.    Og nei, það hjálpar ekki að vera hommi með stórt nef!

Róbert Björnsson, 28.3.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Heitir guðfræðingurinn nokkuð JVJ einhvers staðar?

Hlynur Þór Magnússon, 28.3.2007 kl. 14:24

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

JVJ, bíddu nú við, það hljómar kunnuglega  Man að hann var ákaflega borubrattur, fjandakornið á honum! Og dóni mikill.

Ólafur Þórðarson, 28.3.2007 kl. 22:48

4 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Kæri varfrari. Ég er viss um að þú hefur ekki verið að hrópa halelúja yfir skrifum "guðsmannsins". Ég verð að játa það fyrir þér að sumar skoðanir hans eru þannig að ég myndi þurka þær út af blogginu mínu ef þær væru þar og ég verð að leyfa honum að gera það sama með mínar.

Jón Sigurgeirsson , 29.3.2007 kl. 10:34

5 identicon

Góður punktur Herra Jón.. verð þó að viðurkenna að mín nýstofnaða bloggsíða, þrátt fyrir að vera vettvangur fyrir mitt almenna kvart og kvein, á ekki að vera einhliða. Allar skoðanir eru velkomnar - nema þá morðhótanir og þvíumlíkt sem þó flokkast kannski ekki beint undir skoðanir.  Ef ég stroka út alla þá sem ekki eru sammála mér.. hvar er þá umræðan?

Ásta Sóley (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 11:26

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Áhugaverð innlegg.

"Ég" er alls ekki nafnlaus, (þú þarft reyndar ekki mikil klókindi til að finna út hver skrifarinn er, hann er bara venulegur lítill og ljótur kall) en hér skrifa ég sem veffari, það er ekki nafnleysi og við það situr.

Almennt séð þarf heldur ekkert frekar að sjá persónulegar upplýsingar til að skilja það sem verið er að ræða, reyndar tel ég slíkt oft trufla umræðu meira en góðu hófi gegnir, rétt eins og ef ég mæltist til að okkar góði vinur Örn ætti að láta sér vaxa yfirvaraskegg eða ef einhver frétt af stórslysi færi að ræða um bindið á fréttamanninum. Sem hefur örugglega skeð.

Snúum okkur þá að kjarna málsins (eins og ég sé hann) sem er að veffari hefur áhuga á ákveðnum skrifum og lítur á gæði skrifa eftir þessum staðli, í hnignandi röð:

1. Innihald, rökræður, málefni. (thesis)

2. Tal um stað og stund. (generalized semi-observations)

3. Innihaldslaust þvaður um persónur og tittlingaskít. (lowbrow preoccupations)

Þetta eru ekki svart/hvítir hlutir. En að afgreiða fólk sem "marklaust" af því það hefur höfundanafn er að sjálfsögðu tómt píp og kemur engu við og er mjög oft notað sem reykvél af fólki sem ekki vill ekki ræða út fyrir eigin ramma, eða er að reyna að ramma inn skrif annara. Sbr. okkar ágæta Gvuðfræðing sem ég myndi flokka undir pjúra skoðana-spammer. Að skrifa undir eigin nafni er greinilega langt því frá einhver ávísun á innihaldsrík og góð skrif.

Ásta Sóley hittir naglann á höfuðið. Innlegg á ekki að fjarlægja nema af brýnni nauðsyn, t.d. ef verið er að ógna lífi fólks. Eða að færa umræðu yfir á skilgreiningu #3 sem getur stundum verið Spam-Lite.

Dæmi: Var að lesa BBC vefsíðuna í gærkvöldi og þar var hellingur af innleggjum frá fólki sem vildi jafna Teheran við jörðu og hefja nú þegar innrás í Íran. Slík innlegg myndi ég flokka undir þau sem á að fjarlægja, enda verið að agitera fyir drápum á fólki í massavís.

Okkar ágæti Gvuðfræðingur vill láta banna ákveðna rannsóknarvinnu á frumuklösum sem getur leitt til lækninga allskonar sjúkdóma og er því alveg hugsanlega með sambærilegt innlegg og stríðsspammararnir á BBC. Sem er að hann vill ekki rökræða málið, bara predíka.

Jæja, þetta eru mínar aumu hugsanir fyrir daginn, tími til kominn að vinna.

Ólafur Þórðarson, 29.3.2007 kl. 15:10

7 Smámynd: Egill Jóhannsson

Ég tek 100% undir það sem þú segir um nafnlaus skrif. Að mínu viti er ekkert að því að vera nafnlaus að því gefnu að skrifin sé rökstudd og án dónaskapar.

Nafnleysi er kostur að því leiti að lesendur láta þá ekki starf, titil, o.s.frv. trufla sig við mat á skrifum. En um leið getur verið erfiðara að skrifa undir nafnleysi því skrifin verða að vera því betri til að yfirvinna ákveðna vantrú.

Mér þykir alltaf dáldið kostulegt þegar fjölmiðlar fjargviðrast út í nafnlaus skrif á netinu en nánast allir fjölmiðlar hér á landi halda úti dálkum sem eru nafnlausir og þeir ítrekað notaðir til að skjóta á nafngreinda einstaklinga. Þetta er enn alvarlegra í ljósi þess að umrædd nafnlaus skrif fá mun meira vægi, eingöngu út á nafn fjölmiðilsins, en nafnlaus netskrif. Sá sem skrifar felur sig um leið undir pilsfaldi fjölmiðilsins.

Egill Jóhannsson, 6.4.2007 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband