Sko, þetta er eins og að birta frétt um tannskemmdir án þess að segja frá tannburstanum.

"Tölvum sem tölvuþrjótar hafa brotist inn í og tekið yfir til þess að dreifa ruslpósti og tölvuveirum fjölgaði um tæp 30% í fyrra að því er fram kemur í nýrri könnun. Yfir sex milljónir tölva um allan heim tilheyra nú svokölluðum botnetum,"

Mér er bara spurn, eftir endalausa tölvuhöfuðverki, hvaða einkenni fylgja svona málum, og hvernig veit maður ef tölvan manns er sýkt og hvað er best að gera í þessu (fyrir utan að kaupa eitthvað drasl frá framleiðanda)


mbl.is Innrásir tölvuþrjóta jukust í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Akkurat... eða fá þér makka .

Arnór Valdimarsson, 20.3.2007 kl. 14:20

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já Makkarnir eru skemmtilegir.  nota núna hvorutveggja eftir 8 ára Makkahlé. Bráðskemmtilegt vinnsluumhverfi og viðmót.

Ísak, þú ættir að skrifa blaðagrein á MBL -frábærar ráðleggingar. Blaðamaðurinn hefði átt að fá þín ráð áður en greinin var birt. Eða hann mætti taka viðtal við þig.

Hef notað AVG vírusvörn til margra ára, ókeypis uppfærsla á hverjum degi og sjálfkrafa við startup og 1X á dag.
En eldvegg í gegnum WXPpro. Dugar hann?

Annað er, hvort til séu til listar yfir svona innrásarforrit ef maður opnar Task Manager/Processes þar er hægt að sjá hvað er að vinna í tölvunni (ýta á ctrl-alt-del og halda niðri til að fá gluggann)?

Ólafur Þórðarson, 20.3.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband