PR fyrir Sinbad, PR fyrir prentað mál?

Sinbad skrifaður látinn á Wikipedia.

Alls kyns vitleysingar hafa skrifað misgóða dellu á Wikipedia þó mest af efninu sé gott.

Menn hlaupa til og vara aðra við að trúa því sem er á netinu. En prentað mál er óvart uppfullt af alls kyns dellu líka. Hef lesið fullt af bókin sem eru tóm steypa, án þess að nefna nein nöfn. Minni á forsíðufrétt þegar lýst var yfir að Íslendingar hefðu fundið efnavopnin í Írak. Ekki var það til framdráttar prentuðu máli. Svona dæmi eru mýmörg.

Minni líka á að sögurnar um efnavopnin voru sjálfar hreinn uppspuni stríðsbraskara, eins og átti að vera ljóst hverjum þeim sem las sig til fyrir innrásina.

Það má fara yfir söguna með þegar deCode var stofnað og fullt af fólki tapaði miklum upphæðum út af dellu í fjölmiðlunum almennt, þegar Íslendingar voru að fara af stað af fullri alvöru með peningahyggjuna. Fjölmiðlar hafa heilaþvegið almenning til að halda að lífið snúist bara um brask, og taka því þátt í að naga niður marga mikilvæga mannlega undirstöðuþætti samfélagsins. Nægir að nefna traust, hjálpsemi, virðing gagnvart öðru fólki ofl.

Dagblöðin eru því líka uppfull af alls kyns dellu sem oftast er lítið fylgt eftir, allavega eru á Wikipedia til leiðir til að leiðrétta, vegna fjölda ritstjóranna, eitthvað sem sjaldan er gert í rituðu máli. Það hefur líka sýnt sig á spjallrásum að hópar myndast sem takast á við að ritskoða, mest megnis í gegnum umræðu sem tekur dellur oft út af kortinu.

Ekki að það skipti mig neinu máli hvað einhver skrifar um Sinbad. Kannski var þetta bara hann sjálfur?


mbl.is Líflátinn á Wikipedia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Þegar minn tími kemur, vil ég verða líflátinn á Wikipedia...

Sigurjón, 17.3.2007 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband