Barnaskólinn góði

Við Donna fórum í viðtal í barnaskóla (4-12 ára) vegna dótturinnar í gær. Á að vera topp skóli hér og þurftum að bíða í 3 mánuði með að fá þetta viðtal.
100 manna foreldrahópur var mættur á sama tíma, allir í einni kös, voða viðtal. Skólastjórinn var Uber-hæper klappstýra að því er virtist úr einhverju Off-Broadway leikhúsinu og sagði skólann þann besta í heimi.

Mér datt nú eiginlega frekar í hug bráðabirgðarhúsnæði í Sovét. Einn kennarinn var spurður hvaða tungumál væru kennd: Svar: "English only. Its not good for children to learn more than one language, it just confuses them." Vá, munur að hafa svona vel gefinn kennara!

Einhver akfeitur repúblíkani reyndi að setja upp gáfnasvip og spurði skólastýruna "Whats your eh annual budget." Þá gall úr mér "Oh yeah and whats your electric bill?" En þegar fólk sýndi rekstrartölunum meiri áhuga en sjálfu kennsluefninu, þá bara löbbuðum við rólega út. Ekki hægt að bjóða barninu upp á svona drasl.

Þetta var reyndar svoldið áhugavert. Skólinn svona semi sjálfstætt apparat að reyna að meika það með því að betla peninga hér og þar í gegnum ýmsa styrktaraðila. Að mestu styrkt af hinu opinbera, en samt með svona betlistarfsemi til að dekka afganginn. Það þýðir að áhuginn er auðvitað allur í betlinu og húrrað yfir að hafa fengið einhverjar fjárupphæðir (nefnt var s.s. 25 milljónum Ísl. á ári) en aðal ruglið er auðvitað það að ríkið á einfaldlega að borga þetta í staðinn fyrir að kaupa herþyrlur og bombur eða að vera að leyfa "einkarekstri" að mjólka kerfið í einhver prívat verkefni aftaníossara stjórnmálamanna. Ef þetta er á skattaspena, þá er hægt að einbeita sér að námsefni og aðhaldi við börnin frekar en auglýsingastarfssemi.

Svo það lítur út fyrir að við höldum áfram í sama skóla með Lilju dóttur okkar. Jæja tími til kominn að fara að vinna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband