Lim-lesta, lim-lesta. Karlremban er alls staðar.

Drengir sendir heim úr skóla vegna þess að þeir voru ekki umskornir. Skólastjórinn segir það vegna þess að þeim var strítt og þess vegna hafi þeim verið vísað heim. En auðvitað sagði hann ekki af hverju þeim sem voru að stríða var ekki vísað heim.

Já það vantar ekki karlrembuna. Hún er auðvitað ábyrg fyrir miklu af þessu óréttlæti í heiminum.

Nýlegar fréttir að HIV smit er hærra meðal umskornra í Afríku hefur leitt til styrkingar á málstað þeirra sem vilja lim-lesta unga drengi. Umræðan hefir mikið til mótast af því að smitið er 50% meira eða hvað það er, en sniðgengur þá staðreynd að umskornir smita líka en með smokkum er smitið einmitt 0%.

Mér sýnist mikið af pressunni hafa talað framhjá þessari staðreynd, kannski af því svo miklu er stjórnað úr USA þar sem drengir eru limlestir af (hlýtur að vera) pervískum foreldrum, með læknum sem vantar peninga, löngu áður en drengirnir geta sjálfir tekið neinar ákvarðanir. Að vísu hefur ástandið skánað á undanförnum árum hér í USA, 45% drengja komast óskaddaðir af fæðingardeildinni á móts við 37% árið 2001.

circumcision


mbl.is Deilt um umskurn drengja í Kenýa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Umskurður á ungabörnum er skelfileg aðgerð og ætti hreinlega að banna.  Þetta er ekki ósvipað og að skera ungabörn upp og rífa úr þeim botnlangann, því hann er jú ,,ónýtanlegur".  Svei!

Sigurjón, 14.2.2007 kl. 02:49

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Óskaplega er fólk nú dómhart á Íslandi og hver veit fyrr en reynt hefur? Ég get bent Jónu Ingibjörgu á fræðigreinar sem sýna fram á að umskurður drengja eyðileggur ekki sannanlega ánægjuna við kynlíf eða ævi þeirra. Það sem getur farið úrskeiðis við umskurð í t.d. gyðingdómi er hverfandi lítið og sjaldgæft miðað við eyðileggjandi sýkingar hjá þeim sem halda forhúðinni. Mikið af þeim rökum sem mótmælendur umskurðar beita fyrir sig í dag eru runnin undan rótum kynþáttahaturs og jafnvel frá svokölluðum rannsóknum nasista.

Mig langar þó helst ekki að tjá mig um umskurð múslímskra drengja, sem sumir eru umskornir á 8-10 aldursári, eða kvenna, en skilst að þar sé skorið meira en af körlum og með öðrum hvötum í þeim menningarheimum sem það stunda.

En botnlangasamlýkingin hjá Sigurjóni er út í hött og frekar ósmekkleg.  Mér skilst nefnilega að forhúðin sé til ýmissa hluta gagnleg. T.d. osta- og sveppaframleiðslu.

Hver sin smag, eins og Daninn segir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.2.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband